Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Skv. álagningunni hækka fasteignagjöld í heild um 10,2% milli áranna 2018 og 2019 miðað við óbreytta álagningu.
Lagður fram samanburður skrifstofustjóra á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Samanburðurinn gefur til kynna ákveðinn jöfnuð í álagningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2018 og 2019.