507. fundur 21. nóvember 2017 kl. 12:00 - 15:52 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Útsvar janúar-okt. 2017

Málsnúmer 1711012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greitt útsvar jan.-okt. 2017. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur bæjarins aukist um 2,5% milli ára.

3.Styrkumsóknir og afgreiðsla styrkja 2018

Málsnúmer 1710037Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2018, sem bæjarstjórn vísaði til endanlegrar tillögugerðar í bæjarráði á fundi sínum 1. nóv. sl.
Farið var yfir styrkumsóknir og gerðar nokkrar breytingar.
Bæjarráð vísar tillögu um afgreiðslu styrkja með áorðnum breytingum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Íbúðalánasjóður erindi til sveitarstjórnar

Málsnúmer 1706021Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um samskipti Grundarfjarðarbæjar við Íbúðalánasjóð varðandi íbúðamál og hugsanleg kaup bæjarins á þremur íbúðum. Farið yfir tilboð bæjarins og gagntilboð Íbúðalánasjóðs.
Lagt til að fela bæjarstjóra að gera gagntilboð til samræmis við umræður á fundinum með fyrirvara um fjármögnun. Tilboðið taki mið af því að gengið verði frá kaupsamningum á nýju ári, þegar fjárhagsáætlun ársins 2018 hefur tekið gildi.
Samþykkt samhljóða

5.Gistirými, reglur

Málsnúmer 1605035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til lögfræðistofunnar Pacta frá 3. nóv. sl., þar sem leitað er leiðsagnar stofunnar á því hvernig best og réttast er að standa að eftirfylgni samþykktar bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá 1. nóv. sl., um að rekstur gistirýma í íbúðabyggð fari ekki yfir 5% af fjölda íbúða í þéttbýli.
Jafnframt lagt fram svar Lögmannsstofunnar Pacta, varðandi málið.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við lögmann bæjarins.

6.Skipulagsstofnun,efnisnámur, umsögn

Málsnúmer 1711005Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar frá 2. okt og 9. nóv sl., varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Jafnframt lögð fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinnni. Kynningin er unnin af Vegagerðinni og dags. í okt. 2017.
Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 9. nóv. sl. er óskað umsagnar Grundarfjarðarbæjar um það hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000.

Grundarfjarðarbær hefur yfirfarið kynningarskýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar um fyrirhugaða efnistöku vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.

Grundarfjarðarbær telur að með tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé í skýrslunni gerð nægjanleg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Framkvæmdin mun ekki hafa áhrif á verndarsvæði, náttúruminjar, sérstæðar jarðmyndanir eða lífríki sem nýtur verndar. Helstu áhrif hennar á umhverfið verða vegna hávaða, ryks og ónæðis vegna sprenginga og efnisflutninga. Því er mikilvægt að samráð verði við skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar um tímasetningu framkvæmda og frágang framkvæmdasvæðis eins og kemur fram í kafla 6 í skýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar.

Í kynningarskýrslunni kemur fram að áður en framkvæmdir hefjast þurfi að breyta aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Í henni kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir fyrirhugaðri lengingu Norðurgarðs og fyrirhuguðum efnistökustöðum við endurskoðun aðalskipulags sem miðað er við að verði samþykkt vorið 2018.
Ef Grundarfjarðarbær sér fram á að ekki náist að ljúka aðalskipulagi áður en framkvæmdir þurfa að hefjast, verður farið eftir 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Þar sem kemur fram að leyfisveitandi geti án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðisskipulag eða samþykkt deiliskipulag leyft einstakar framkvæmdir sem um kann að verða sótt, að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Grundarfjarðarbæjar því afla skal framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

Niðurstaða Grundarfjarðarbæjar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir umsögn þessa samhljóða og vísar henni til kynningar í umhverfis - og skipulagsnefnd.

7.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir um verðkönnun fyrir blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.
Lagt er til að kallað verði eftir tilboðum hjá fjórum tilteknum verktökum á þessu sviði. Verktakarnir eru: Leiðarinn ehf. Hveragerði, Rafal ehf. Hafnarfirði, Telnet ehf Akranesi og
TRS ehf. Selfossi.
Bæjarstjóra og byggingafulltrúa falið að kalla eftir tilboðum frá viðkomandi aðilum til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Æskilegt er að verkið geti hafist í desember nk. og eigi síðar en í janúar 2018.

Jafnframt er samþykkt að senda út reikning til þeirra aðila sem ætla að taka inn tengingu. Stofngjald skal vera 250.000 kr. á hverja heimtaug með vsk.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

8.Ungmennafélagið, erindi vegna íþróttaaðstöðu

Málsnúmer 1710013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarins til Ungmennafélags Grundarfjarðar frá 16. okt. sl., þar sem tilkynnt er að bæjarráð hafi lagt til að skipaður verði sérstakur starfshópur sem skoða muni möguleika og kostnað við uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í bænum m.a. með hugsanlegum kaupum á húsnæði fyrir starfsemina. Í þessu sambandi var sérstaklega nefnd saltgeymsla, sem stendur við Norðurbakka D.
Gerð grein fyrir því að rætt hefur verið við eigendur skemmunnar um hugsanleg kaup á henni og hvernig unnt væri að nálgast þau mál.
Ennfremur lagt fram yfirlit yfir fasteignamat og brunabótamat á húsnæðinu. Jafnframt var á fundinum kynnt gróf áætlun yfir framkvæmdakostnað við lagfæringar á húsnæðinu, sem þyrfti að gera til þess að koma því í það ástand að það nýttist vel til iðkunnar af ýmsu tagi.

Lagt er til að fela starfshópnum að vinna áfram að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Framkvæmdir við Sólvelli 2

Málsnúmer 1711014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf G.Run, þar sem fyrirtækið óskar eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að fara í jarðvegsskipti á fyrirhuguðum byggingarreit fyrirtækisins á lóð norðan við núverandi vinnsluhús fyrirtækisins að Sólvöllum 2.
Fyrir liggja áætlanir fyrirtækisins um byggingu fiskiðjuvers á lóðinni og hefur verið farið yfir áætlanir þess og tímaplön ásamt teikningum með fulltrúum fyrirtækisins og arkitektum.

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um byggingaráform fyrirtækisins samþykkir bæjarráð að fyrirtækinu verið veitt umbeðin heimild fyrir jarðvegsskiptum á lóðinni.

Byggingafulltrúa falið að ganga frá málinu.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela byggingarfulltrúa að undirbúa hönnun á götu milli Nesvegar og Sólvalla, sem áætlað er að vinna að á næsta ári. Nauðsynlegt er að kalla eftir vinnu sérfræðinga í þessu sambandi.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

10.Grundargata, framkvæmdir

Málsnúmer 1711013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar teikning af fyrirhuguðum frágangi gangstétta við Grundargötu norðanverða, en þar er nú unnið að lagningu rafstrengs sem liggur frá nýju spennuvirki niður að höfn. Við framkvæmdina er ráðgert að bílastæðum við Grundargötuna að norðanverðu verði fækkað, sökum þess að gangstéttin verður breikkuð og ljósastaurar verða færðir að lóðarmörkum.

Byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að kynna væntanlegar framkvæmdir fyrir húsráðendum aðliggjandi húsa og kanna hug þeirra til framkvæmdanna.

Málinu vísað að öðru leyti til nánari útfærslu í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

11.Rannsóknarstöð Hjartaverndar - Finnum fólk í lífshættu

Málsnúmer 1711007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Hartaverndar, móttekið 13. nóv. sl., þar sem gerð er grein fyrir því að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri eða "viðvörunarkerfi" sem skiptir lýðheilsu þjóðarinnar miklu máli að fá í gagnið.
Hjartavernd kallar eftir stuðningi samtaka og fyrirtækja við verkefnið.
Ekki er hægt að verða við erindinu.

12.Þjóðskjalasafn Íslands - Eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarakrifstofa

Málsnúmer 1711006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskjalasafns Íslands frá 10. nóv. sl., varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa.

13.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2017

Málsnúmer 1711004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu félagsins árið 2017 til Grundarfjarðarbæjar að fjárhæð kr. 419 þús. kr.

14.Umhverfisstofnun - Upplýsingagjöf sveitarstjórnar við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1711003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 6. nóv. sl., varðandi upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

15.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsnefndar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar frá 9. nóv. sl.
Niðurstaða nefndarinnar er sú að ekki verður farið í kosningar um sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu.

Fundrgerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:52.