Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar frá 2. okt og 9. nóv sl., varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Jafnframt lögð fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinnni. Kynningin er unnin af Vegagerðinni og dags. í okt. 2017. Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 9. nóv. sl. er óskað umsagnar Grundarfjarðarbæjar um það hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000.
Grundarfjarðarbær hefur yfirfarið kynningarskýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar um fyrirhugaða efnistöku vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.
Grundarfjarðarbær telur að með tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé í skýrslunni gerð nægjanleg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Framkvæmdin mun ekki hafa áhrif á verndarsvæði, náttúruminjar, sérstæðar jarðmyndanir eða lífríki sem nýtur verndar. Helstu áhrif hennar á umhverfið verða vegna hávaða, ryks og ónæðis vegna sprenginga og efnisflutninga. Því er mikilvægt að samráð verði við skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar um tímasetningu framkvæmda og frágang framkvæmdasvæðis eins og kemur fram í kafla 6 í skýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar.
Í kynningarskýrslunni kemur fram að áður en framkvæmdir hefjast þurfi að breyta aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Í henni kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir fyrirhugaðri lengingu Norðurgarðs og fyrirhuguðum efnistökustöðum við endurskoðun aðalskipulags sem miðað er við að verði samþykkt vorið 2018. Ef Grundarfjarðarbær sér fram á að ekki náist að ljúka aðalskipulagi áður en framkvæmdir þurfa að hefjast, verður farið eftir 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Þar sem kemur fram að leyfisveitandi geti án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðisskipulag eða samþykkt deiliskipulag leyft einstakar framkvæmdir sem um kann að verða sótt, að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.
Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Grundarfjarðarbæjar því afla skal framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða Grundarfjarðarbæjar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir umsögn þessa samhljóða og vísar henni til kynningar í umhverfis - og skipulagsnefnd.
Lagt fram bréf Orkustofnunar frá 20. mars. sl., varðandi umsögn stofnunarinnar um tilkynningu Grundarfjarðarhafnar um fyrihugaða efnistöku hafnarinnar á allt að 260.000 rúmetrum efnis á landi og hafsbotni í Grundarfirði. Efnistakan er áætluð vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda við Norðurgarð. Jafnframt lögð fram drög að svari við umsögn Orkustofnunar, sem hafnaryfirvöld hafa unnið að í samvinnu við Vegagerðina. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra ásamt stjórnarformanni að ljúka við svarið og senda það til Skipulagsstofnunar.
Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 9. nóv. sl. er óskað umsagnar Grundarfjarðarbæjar um það hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000.
Grundarfjarðarbær hefur yfirfarið kynningarskýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar um fyrirhugaða efnistöku vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.
Grundarfjarðarbær telur að með tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé í skýrslunni gerð nægjanleg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Framkvæmdin mun ekki hafa áhrif á verndarsvæði, náttúruminjar, sérstæðar jarðmyndanir eða lífríki sem nýtur verndar. Helstu áhrif hennar á umhverfið verða vegna hávaða, ryks og ónæðis vegna sprenginga og efnisflutninga. Því er mikilvægt að samráð verði við skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar um tímasetningu framkvæmda og frágang framkvæmdasvæðis eins og kemur fram í kafla 6 í skýrslu Grundarfjarðarhafnar og Vegagerðarinnar.
Í kynningarskýrslunni kemur fram að áður en framkvæmdir hefjast þurfi að breyta aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Í henni kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir fyrirhugaðri lengingu Norðurgarðs og fyrirhuguðum efnistökustöðum við endurskoðun aðalskipulags sem miðað er við að verði samþykkt vorið 2018.
Ef Grundarfjarðarbær sér fram á að ekki náist að ljúka aðalskipulagi áður en framkvæmdir þurfa að hefjast, verður farið eftir 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Þar sem kemur fram að leyfisveitandi geti án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðisskipulag eða samþykkt deiliskipulag leyft einstakar framkvæmdir sem um kann að verða sótt, að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar skv. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.
Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Grundarfjarðarbæjar því afla skal framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða Grundarfjarðarbæjar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir umsögn þessa samhljóða og vísar henni til kynningar í umhverfis - og skipulagsnefnd.