Lagt fram bréf G.Run, þar sem fyrirtækið óskar eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að fara í jarðvegsskipti á fyrirhuguðum byggingarreit fyrirtækisins á lóð norðan við núverandi vinnsluhús fyrirtækisins að Sólvöllum 2. Fyrir liggja áætlanir fyrirtækisins um byggingu fiskiðjuvers á lóðinni og hefur verið farið yfir áætlanir þess og tímaplön ásamt teikningum með fulltrúum fyrirtækisins og arkitektum.
Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um byggingaráform fyrirtækisins samþykkir bæjarráð að fyrirtækinu verið veitt umbeðin heimild fyrir jarðvegsskiptum á lóðinni.
Byggingafulltrúa falið að ganga frá málinu.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela byggingarfulltrúa að undirbúa hönnun á götu milli Nesvegar og Sólvalla, sem áætlað er að vinna að á næsta ári. Nauðsynlegt er að kalla eftir vinnu sérfræðinga í þessu sambandi.
Fyrir liggja áætlanir fyrirtækisins um byggingu fiskiðjuvers á lóðinni og hefur verið farið yfir áætlanir þess og tímaplön ásamt teikningum með fulltrúum fyrirtækisins og arkitektum.
Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um byggingaráform fyrirtækisins samþykkir bæjarráð að fyrirtækinu verið veitt umbeðin heimild fyrir jarðvegsskiptum á lóðinni.
Byggingafulltrúa falið að ganga frá málinu.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela byggingarfulltrúa að undirbúa hönnun á götu milli Nesvegar og Sólvalla, sem áætlað er að vinna að á næsta ári. Nauðsynlegt er að kalla eftir vinnu sérfræðinga í þessu sambandi.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.