10. fundur 22. maí 2024 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Áslaug Stella Steinarsdóttir formaður
  • Sólveig Stefanía Bjarnadóttir
  • Telma Fanný Svavarsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Fundur settur og gengið til dagskrár.

1.17. júní 2024

Málsnúmer 2406018Vakta málsnúmer

Undirbúningshópur fyrir 17. júní óskaði eftir því að ungmennaráð myndi sjá um sundlaugapartý fyrir mið- og elsta stig grunnskólans á þjóðhátíðardeginum.
Ungmennaráð tekur vel í beiðnina og samþykkir að sjá um þennan dagskrárlið hátíðarhalda.

2.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Þríhyrningurinn - leiktæki, almenningsgarður, aðstaða.
Ungmennaráð ræddi um aðgengi og leiktæki í Þríhyrningi.

Ráðið vill benda á að stígar eru ekki gerðir fyrir hljólastóla og því er erfitt fyrir fólk í hjólastólum að nota garðinn.

Ráðið vill einnig benda á það vantar fleiri leiktæki/leiksvæði fyrir yngstu börnin.

Ungmennaráð óskar eftir að ræða þetta mál við bæjarstjórn á fundinum í júní þegar ungmennaráð kemur á fund bæjarstjórnar.

3.Verkefni Ungmennaráðs

Málsnúmer 2303015Vakta málsnúmer

Félagsmiðstöð og ungmennahús.
Ungmennaráð telur að það þurfi að finna nýtt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Eden.

Einnig var rætt um ungmennahús fyrir 16-20 ára og jafnvel eldri. Til frekari skoðunar.

Ungmennaráð óskar eftir að ræða þetta mál við bæjarstjórn á fundinum í júní þegar ungmennaráð kemur á fund bæjarstjórnar.

Lokið við fundargerð í framhaldi af fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 14:00.