Málsnúmer 2303015

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 7. fundur - 21.03.2023

Farið yfir hlutverk og verkefni ráðsins.
Hlutverk ungmennaráðs er tiltekið í erindisbréfi þess.
Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir um ungmennahitting í Sögumiðstöðinni, viðburði og þátttöku í skipulagningu á hátíðum á vegum bæjarins. Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting í Sögumiðstöðinni í maí nk.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 17:05

Ungmennaráð - 8. fundur - 02.05.2023

Nefndin ræddi skipulagningu á ungmennakvöldi sem nefndin stefnir á að halda í lok maímánaðar í Sögumiðstöðinni. Ákveðið var að halda Ungmennakvöld miðvikudaginn 24. maí . Góðar umræður fóru fram um undirbúning og skipulag.

Ungmennaráð - 9. fundur - 11.10.2023

Fjallað var um næstu verkefni ungmennaráðs.



Ungmennaráð hélt ungmennakvöld í Sögumiðstöðinni í vor og stefnir ráðið að því að endurtaka það fljótlega.
Ungmennaráð tók vel í að vera með viðburð á Rökkurdögum. Íþróttafulltrúa var falið að kanna hvað væri í boði og koma með tillögu að viðburði.

Ungmennaráð - 10. fundur - 22.05.2024

Félagsmiðstöð og ungmennahús.
Ungmennaráð telur að það þurfi að finna nýtt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Eden.

Einnig var rætt um ungmennahús fyrir 16-20 ára og jafnvel eldri. Til frekari skoðunar.

Ungmennaráð óskar eftir að ræða þetta mál við bæjarstjórn á fundinum í júní þegar ungmennaráð kemur á fund bæjarstjórnar.

Ungmennaráð - 11. fundur - 02.10.2024

Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta ári, þ.á m. ungmennahitting í Sögumiðstöðinni og þátttöku í skipulagningu bæjarhátíða.

Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting bæði í íþróttahúsi og í Sögumiðstöð á komandi mánuðum.