Farið yfir hlutverk og verkefni ráðsins. Hlutverk ungmennaráðs er tiltekið í erindisbréfi þess.
Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir um ungmennahitting í Sögumiðstöðinni, viðburði og þátttöku í skipulagningu á hátíðum á vegum bæjarins. Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting í Sögumiðstöðinni í maí nk.
Nefndin ræddi skipulagningu á ungmennakvöldi sem nefndin stefnir á að halda í lok maímánaðar í Sögumiðstöðinni. Ákveðið var að halda Ungmennakvöld miðvikudaginn 24. maí . Góðar umræður fóru fram um undirbúning og skipulag.
Ungmennaráð hélt ungmennakvöld í Sögumiðstöðinni í vor og stefnir ráðið að því að endurtaka það fljótlega.
Ungmennaráð tók vel í að vera með viðburð á Rökkurdögum. Íþróttafulltrúa var falið að kanna hvað væri í boði og koma með tillögu að viðburði.