Lagt fram erindisbréf fyrir ungmennaráð. Unnið er að breytingum á erindisbréfinu.
Ungmennaráð samþykkti að formaður ráðsins verði Áslaug Stella Steinarsdóttir og að varaformaður þess verði Aþena Hall Þorkelsdóttir. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.
Farið yfir hlutverk og verkefni ráðsins. Hlutverk ungmennaráðs er tiltekið í erindisbréfi þess.
Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir um ungmennahitting í Sögumiðstöðinni, viðburði og þátttöku í skipulagningu á hátíðum á vegum bæjarins. Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting í Sögumiðstöðinni í maí nk.