136. fundur 16. nóvember 2016 kl. 16:30 - 19:36 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skólastefna

Málsnúmer 1611018Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar skólastefna Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn Grundarfjarðar 29. apríl 2014.

Almennt er skólanefnd ánægð með skólastefnu Grundarfjarðar. Til þess að fylgja henni eftir skal skólanefnd meta hvernig skólum Grundarfjarðarbæjar tekst að framfylgja henni. Nefndin mun fylgja stefnunni eftir á fundum með stjórnendum skólanna. Í þeirri yfirferð verður einnig lagt mat á hvort endurskoða þurfi einhver ákvæði stefnunnar. Í framhaldi mun nefndin gera tillögur um úrbætur ef ástæða er til.

2.Fjölskyldustefna Grundarfjarðar

Málsnúmer 1611019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar fjölskyldustefna Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn Grundarfjarðar 15. maí 2006.

Í stefnunni eru sett fram metnaðarfull áform um framtíðarsýn, fjölskyldustefnu, leiðir að markmiðum og eftirfylgni.

Skólanefnd leggur til við bæjarstjórn að fram fari endurskoðun á gildandi fjölskyldustefnu eins og kveðið er á um í stefnunni.

3.Einelti, forvarnir og viðbrögð

Málsnúmer 1611020Vakta málsnúmer

Lagt fram upplýsingarit um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, útg. af Vinnueftirlitinu. Ennfremur lögð fram reglugerð nr. 1000 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað frá 2. des. 2004. Kynntar voru hugmyndir að eineltisstefnu fyrir sveitarfélag eða vinnustað, sem byggir á reglugerð um einelti.

Skólanefnd telur mikilvægt að ávallt liggi fyrir á hverjum vinnustað sveitarfélagsins viðbragðsáætlun um það hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á að einelti sé til staðar á vinnustaðnum.

Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að unnin verði heilstæð eineltisstefna fyrir Grundarfjarðarbæ.

4.Jafnréttisáætlun

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lögð fram jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. apríl sl., en áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Skólanefnd lýsir ánægju með fyrirliggjandi jafnréttisáætlun og hvetur stjórnendur stofnana sveitarfélagsins til þess að fylgja henni eins og kostur er.

5.Símenntunarstefna

Málsnúmer 1611022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var rætt um hvernig best verður staðið að því að hvetja starfsfólk stofnana sveitarfélagsins til mennta þannig að takast megi að auka menntunarstig starfsfólks hjá sveitarfélaginu.

Skólanefnd mælir með að skipaður verði starfshópur sem geri tillögur að símenntun starfsmanna bæjarins.

6.Önnur mál

Málsnúmer 1611023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var fjallað um tímaáætlun skólanefndar hvert starfsár, heimsóknir í stofnanir og fundi nefndarinnar.

Jafnframt ræddi skólanefnd tímamót á leikskólanum í janúar 2017 þegar skólinn fagnar 40 ára afmæli. Skólanefnd mælir með því að haldin verði afmælishátíð af því tilefni, eins og lagt var til á 135. fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:36.