Málsnúmer 2301024Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 25. janúar sl., varðandi skipulagsáætlanir.
Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eiga skipulagsáætlanir nú að vera unnar og skilað á stafrænu formi til Skipulagsstofnunar.
Þetta lagaákvæði tók gildi fyrir svæðisskipulag og aðalskipulag þann 1. janúar 2020 og mun taka gildi fyrir deiliskipulag þann 1. janúar 2025.
Skipulagsstofnun er ætlað að gera skipulagsáætlanir á stafrænu formi aðgengilegar og hefur stofnunin nú opnað aðalskipulagssjá; vefsjá fyrir stafrænt aðalskipulag sem finna má á vef stofnunarinnar. Þar er nú að finna þær aðalskipulagsáætlanir sem skilað hefur verið til stofnunarinnar á stafrænu formi. Fyrirhugað er að birta stafræn gögn aðalskipulags allra sveitarfélaga á landinu í vefsjánni.
Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er stafrænt skipulag og er að finna í vefsjánni. Auk þess hefur Grundarfjarðarbær komið sér upp sinni eigin vefsjá, þar sem stafrænt aðalskipulag og fleiri gögn eru birt, sjá:
https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/