Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer
Markmið vinnufundarins er að rifja upp ferli málsins, fara yfir framkomin gögn og undirbúa afgreiðslu á svörum við umsögnum og athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi gögn voru lögð fyrir fundinn, alls 55 skjöl:
-Deiliskipulagstillaga fyrir hótel í landi Skerðingstaða (dags. 2. júní 2022) ásamt eftirfarandi fylgskjölum:
-Greinargerð með deiliskipulagi
-Umhverfis og framkvæmdarskýrsla
-Skýrsla um neysluvatn og fráveitulausnir
-Rannsóknir á Lárvaðli
-Ásýndarstúdía
-Fornleifaskráning
-Skýrsla um gróður og fuglalíf
Eftirfarandi gögn voru einnig lögð fram:
-Svör landeigenda við athugasemdum vegna skipulagslýsingar 2019.
-Allar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar 20.07.-15.09.2022 og samantekt skipulagsfulltrúa um þær.
-Tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við umsögnum og athugasemdum vegna auglýsingar tillögunnar 2022 (drög, vinnuskjal).
Gestir
- Sigurður Gísli Guðjónsson - mæting: 16:30
- Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 16:30
- Ívar Pálsson hrl. (í fjarfundi) - mæting: 16:30
- Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar - mæting: 16:30
Ívar Pálsson lögmaður er einnig þátttakandi í fundinum, gegnum fjarfund.
Davíð Magnússon varaformaður stýrir fundi og bauð hann fundarfólk velkomið.