243. fundur 06. desember 2022 kl. 16:30 - 19:55 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Davíð Magnússon (DM) varaformaður
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Þorkell Máni Þorkelsson (ÞMÞ)
    Aðalmaður: Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Fundurinn er haldinn sem vinnufundur skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarfulltrúa um eitt dagskrármál: undirbúningur á svörum vegna umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögu fyrir Skerðingsstaði.
Ívar Pálsson lögmaður er einnig þátttakandi í fundinum, gegnum fjarfund.

Davíð Magnússon varaformaður stýrir fundi og bauð hann fundarfólk velkomið.

1.Skerðingsstaðir Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Markmið vinnufundarins er að rifja upp ferli málsins, fara yfir framkomin gögn og undirbúa afgreiðslu á svörum við umsögnum og athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi gögn voru lögð fyrir fundinn, alls 55 skjöl:

-Deiliskipulagstillaga fyrir hótel í landi Skerðingstaða (dags. 2. júní 2022) ásamt eftirfarandi fylgskjölum:
-Greinargerð með deiliskipulagi
-Umhverfis og framkvæmdarskýrsla
-Skýrsla um neysluvatn og fráveitulausnir
-Rannsóknir á Lárvaðli
-Ásýndarstúdía
-Fornleifaskráning
-Skýrsla um gróður og fuglalíf

Eftirfarandi gögn voru einnig lögð fram:
-Svör landeigenda við athugasemdum vegna skipulagslýsingar 2019.
-Allar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar 20.07.-15.09.2022 og samantekt skipulagsfulltrúa um þær.
-Tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við umsögnum og athugasemdum vegna auglýsingar tillögunnar 2022 (drög, vinnuskjal).
Farið var yfir allar athugasemdir, með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum deiliskipulagstillögunnar, sbr. framlagða samantekt skipulagsfulltrúa. Drög að svörum við hverja athugasemd rædd.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bæjarfulltrúum og Ívari Pálssyni hrl. fyrir komuna á vinnufundinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður og tillögur fundarins og leggja fullmótuð drög fyrir fund nefndarinnar.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson - mæting: 16:30
  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 16:30
  • Ívar Pálsson hrl. (í fjarfundi) - mæting: 16:30
  • Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar - mæting: 16:30
Lokið er við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:55.