Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer
Tilgangur og markmið fundarins eru að rifja upp ferli málsins, fara yfir framkomin gögn og undirbúa afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi og umhverfismatsskýrslu.
Eftirfarandi skjöl lágu fyrir fundinum, sem aðgengileg eru í fundagátt fyrir fundarmenn:
1. Samantekt: yfirlit málsferils með tímalínu
2. Yfirlit yfir umsagnir og athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna
i. Umsagnir um skipulagslýsingu: Breiðafjarðarnefnd, HEV, UST, NÍ, Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness og Vegagerðin
ii. Athugasemdir við skipulagslýsingu: Landeigendur Innri-Látravíkur, Mýrarhúsa, Króks og hluti landeigenda Neðri-Lágar
3. Deiliskipulagstillaga, dags. 5. febrúar, þ.e.:
i. Deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð
ii. Umhverfismatsskýrsla
iii. Sjónlínustúdía
iv. Sérfræðiúttektir á gróðri og dýralífi og vatnsbúskap
4. Yfirferð skipulagsfulltrúa yfir innsend gögn, ábendingar til skipulagshöfundar
Gestir
- Unnur Þóra Sigurðardóttir bæjarfulltrúi - mæting: 16:30
- Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi - mæting: 16:30
- Hinrik Konráðsson bæjarfulltrúi - mæting: 16:30
- Garðar Svansson bæjarfulltrúi - mæting: 16:30
- Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar - mæting: 16:30
Fundurinn er haldinn sem vinnufundur skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarfulltrúa um eitt dagskrármál.
Runólfur J. Kristjánsson situr fundinn í fjarfundi.
Bæjarfulltrúum var jafnframt boðið til fundarins og sitja á honum sem gestir, þau Jósef Ó. Kjartansson, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Hinrik Konráðsson (í fjarfundi) og Garðar Svansson (í fjarfundi).
Auk þess sitja fyrr taldir starfsmenn bæjarins fundinn.