225. fundur 17. febrúar 2021 kl. 16:15 - 16:50 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
    Aðalmaður: Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Þorkell Máni Þorkelsson (ÞMÞ)
    Aðalmaður: Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
    Aðalmaður: Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður embættis skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ártún 3 - byggingarleyfi viðbót 2021

Málsnúmer 2102015Vakta málsnúmer

Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf., óskar eftir leyfi til þess að byggja við húsið enn frekar. Um er að ræða stækkun til suðurs.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við beiðni um stækkun á húsnæði Vélsmiðju Grundarfjarðar, umrædd framkvæmd fellur innan byggingarreits. Bent er á að nýtingarhlutfall lóðar er 0,3 og skal ekki fara fram úr því.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

2.Nesvegur 4a - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

G. Run hf. leggur fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a.
Óskað er eftir stækkun á byggingarreit ásamt því að lagðar eru fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu til eftirfarandi aðila: Nesveg 4, Nesveg 4b, Norðurgarður D og Norðurgarður C.

Einnig er óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi.

3.Deiliskipulag Ölkeldudals, breyting

Málsnúmer 2003015Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að (óverulegri) breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.
Breyting nær til lóða nr. 21, 23, 25, 27 og 29-31 við Ölkelduveg.
Tillaga að breytingu vegna 29-31 er að beiðni lóðarhafa, en aðrar breytingar að frumkvæði bæjarins er varða færslu á göngustíg og stækkun lóða nr. 21 og 23.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu í Ölkeldudal og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu til eftirfarandi aðila: Lóðarhafar við Ölkelduveg nr. 21, 23, 25, 27 ásamt lóðarhöfum við Hrannarstíg 28 - 40.

4.Fellabrekka 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101036Vakta málsnúmer

Á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól hún byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingarframkvæmd að Fellabrekku 5 til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Fellabrekku 3 og Hellnafelli 2 og 4. Einnig var fyrirhuguð framkvæmd auglýst á heimasíðu bæjarins.
Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynning send út 4. febrúar og frestur til athugasemda til 5. mars 2021. Þeir aðilar sem grenndarkynninguna fengu hafa nú allir skilað inn sínu samþykki v/fyrirhugaðra framkvæmda.

Skipulagsnefnd er heimilt að ljúka afgreiðslu málsins þegar þeim sem fengu grenndarkynninguna hafa lýst yfir með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

5.Gönguvænn Grundarfjörður - hönnun gangstétta og stíga

Málsnúmer 2012003Vakta málsnúmer

Fram hefur farið, fyrir bæjarstjórn, greining Alta á rými í götum (götukassar) í þéttbýli og unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á göngustígum við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.
Til stendur að hafa sameiginlegan fund nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur.
Til upplýsinga
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:50.