Bæjarstjóri kynnti vinnu sem staðið hefur yfir við verkefnið "Grænn og gönguvænn Grundarfjörður", sem byggir á markmiðum aðalskipulags.
Síðan á síðasta ári hefur bæjarráð/bæjarstjórn unnið að greiningu á ástandi gangstétta, stíga og umferðartenginga í bænum. Rýnt var í rými í götum (götukassar) í þéttbýli og í framhaldinu unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða gangandi. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á tengingum og göngustígum, m.a. við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.
Nú stendur yfir frekari hönnun þeirra hugmynda sem unnið hefur verið að.
Stefnt er að sameiginlegum fundi nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur frekar, þegar hönnun liggur endanlega fyrir.
Farið yfir stöðu vinnunnar við hönnun gangstétta og stíga. Herborg sýndi glærukynningu með hugmyndum og tillögum sem nýtast við forgangsröðun verkþátta.
Bæjarráð leggur til að verkþættir verði kostnaðarmetnir. Bæjarstjóra falið að láta kostnaðarmeta verkþætti verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.