217. fundur 10. júní 2020 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður embættis skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Leikskólinn Sólvellir - Felliveggur

Málsnúmer 2006006Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær sækir um byggingarleyfi til uppsetningar felliveggs í miðrými húsnæðis Leikskólans Sólvalla.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

2.Frisbígolf

Málsnúmer 2003010Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna niðursetningar og staðsetningar fyrir frisbígolfvöll á Paimpolsvæði, við ölkeldu og tjaldsvæði.

Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu frisbígolfvallar ofan við ölkelduna, að skógræktarsvæði frá tjaldsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir framkomnar hugmyndir íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir frisbígolfvöll í Grundarfirði.

3.Lóðarblöð 2020

Málsnúmer 2004016Vakta málsnúmer

Lögð fram ný lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd.
Um er að ræða enduruppmælingu lóða með tilliti til byggingarreits og annarra nærliggjandi lóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís:

Ölkelduveg 21, Ölkelduveg 29 og Ölkelduveg 31

4.Samgöngustofa - Algild hönnun utandyra - Handbók

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Lögð fram handbók um algilda hönnun gefin út af Samgöngustofu.

Lagt fram til kynningar.
Árlegt umhverfisrölt skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar var farið dagana 26. maí og 9. júní sl.
Tilgangur þess er að fá fram sjónarmið íbúa um hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu nærumhverfisins, við skoðun á vettvangi, og að miðla upplýsingum frá bænum um framkvæmdir og umhirðu.
Ýmsar góðar ábendingar komu fram sem unnið verður úr, auk þess sem skipulags- og umhverfisnefnd mun fara yfir þær á næstunni.
Nefndin stefnir að því að á þessu ári verði einnig efnt til skoðunar í dreifbýli Grundarfjarðarbæjar og samtals við íbúa um atriði sem snúa að umhverfi og umhirðu í dreifbýlinu.
Nefndin þakkar íbúum kærlega fyrir þátttökuna, sem og öðrum sem sent hafa ábendingar eða komið þeim á framfæri.
Nefndin lýsir einnig ánægju með nýjan hnapp á forsíðu bæjarvefsins, www.grundarfjordur.is "Umhverfið mitt" þar sem hægt er að senda til bæjarins ábendingar sem sérstaklega snúa að umhverfi og umhirðu, með ljósmyndum og/eða texta.
Fundargerð lesin upp og samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:30.