Málsnúmer 2003010

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 95. fundur - 04.03.2020

Formaður bauð gesti velkomna, þá Hafstein Mar og Loft Árna.

Nefndin hafði óskað eftir að fá þá til fundar við sig til að ræða um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir frisbígolf í Grundarfirði.
Rætt var um aðstöðu fyrir frisbígolf.
Hafsteinn og Loftur fóru yfir það hvernig aðstöðu þarf fyrir frisbígolf, en fyrir nokkrum árum höfðu þeir félagar komið upp einni heimatilbúinni körfu í Paimpolgarði í þessu skyni.

Skoðaðar voru myndir og rætt um hvernig þessi íþrótt fer fram. Ennfremur farið yfir kort af bænum og rætt um heppilega staðsetningu á körfum. Paimpolgarður og svæði ofan byggðar koma helst til greina, en æskilegt er að það sé þokkalegt landrými í kringum körfurnar og ennfremur að landslag og umhverfi sé aðlaðandi fyrir útivist og hreyfingu.

Nefndin er mjög áhugasöm um að hægt sé að koma upp heilsársaðstöðu til að stunda frisbígolf. Nefndin telur að það sé til þess fallið að ýta undir hreyfingu og útivist hjá fólki á öllum aldri.

Ákveðið var að hefja undirbúning að því að þetta geti orðið að veruleika.
Hafsteinn og Loftur munu leita tiltekinna upplýsinga sem snúa að búnaði og aðstöðu, auk þess að skoða betur staðsetningu fyrir körfur.

Nefndin mun sömuleiðis vinna nánar í hugmyndinni, m.a. byrja að ræða hugmyndina við hagsmunaaðila.

Gestunum var þakkað fyrir komuna og fyrir að taka vel í óskir nefndarinnar um samstarf við að þróa þetta áfram.

Gestir

  • Loftur Árni Björgvinsson
  • Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson

Skipulags- og umhverfisnefnd - 217. fundur - 10.06.2020

Óskað er eftir umsögn og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna niðursetningar og staðsetningar fyrir frisbígolfvöll á Paimpolsvæði, við ölkeldu og tjaldsvæði.

Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu frisbígolfvallar ofan við ölkelduna, að skógræktarsvæði frá tjaldsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir framkomnar hugmyndir íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir frisbígolfvöll í Grundarfirði.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 100. fundur - 16.02.2021

Farið var yfir stöðuna vegna uppsetningar á frisbígolfvelli.

Starfsmenn áhaldahúss hafa sett upp 5 körfur af þeim 9 sem tilheyra frisbígolfvelli sem búið er að skipuleggja í bænum. Til stendur að setja niður síðustu körfurnar á næstunni. Skilti með yfirlitsmynd yfir völlinn mun koma þegar allar körfurnar hafa verið settar upp.

Nefndin ræddi um framkvæmdina. Nefndin óskar eftir því að yfirlitsmynd verði sett fram á vef bæjarins þegar unnt verður og að frisbígolfvöllurinn verði kynntur fyrir íbúum þegar allt verður komið upp. Bent verði á leiðbeiningar og reglur á aðgengilegum stað.

Ennfremur rætt um að diskar verði aðgengilegir og fáist til leigu á góðum stað, helst sem næst tjaldsvæðinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 102. fundur - 03.09.2021

Farið yfir stöðu framkvæmdarinnar.
Björg, Þurí og Valgeir fóru yfir stöðu framkvæmdar.

Uppsetning á níu körfum fyrir frisbígolf fór fram í vor. Völlurinn var hnitaður og settur út í kort.
Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) merkti völlinn inná vef sínum fyrr á árinu, sjá:
https://www.folf.is/folfvellir-a-islandi-4/

Skilti var í framleiðslu hjá ÍFS og seljanda búnaðarins, en afhending á því til bæjarins tafðist. Nú er skiltið komið og verður sett upp á næstunni.

Ætlunin var að útbúa upphafsramma á hverjum teig (níu), en það er klár viðbót við upphaflega fyrirskrifað verk.
Settir verða upp staurar/stikur, sem sýna númer hvers teigs.

Völlurinn hefur verið talsvert mikið notaður í sumar, enda er frisbígolf vaxandi íþrótt/afþreying.
Nálægð hans við tjaldsvæði og íþróttasvæði er kostur.


Gestir

  • Valgeir Þór Magnússon verkstjóri áhaldahúss