Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer
Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag á Skerðingsstöðum, á fundi sínum 17. október 2018 og samþykkti að hún yrði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið var skipulagslýsingin auglýst í Fréttablaðinu 9. janúar 2019, í Jökli, bæjarblaði, 859. tölublaði, dags. 10. janúar 2019 og á vef Grundarfjarðarbæjar þann 9. janúar 2019.
Skipulagslýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum og landeigendum nærliggjandi jarða til umsagnar og bárust tíu umsagnir og athugasemdir sem lagðar voru fyrir 202. fund skipulags- og umhverfisnefndar þann 29. júlí 2019.
Með tölvupósti dags. 5. september 2019 var framkvæmdaraðila/skipulagshöfundum boðið að veita umsögn um framkomnar athugasemdir. Svör bárust með minnisblaði skipulagshöfunda, Zeppelin arkitekta, til Grundarfjarðarbæjar dags. 26.9.2019.