9. fundur 12. september 2019 kl. 13:15 - 15:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Helga Elísabet Árnadóttir
  • Ragnheiður Þórarinsdóttir
  • Þórunn Kristinsdóttir
  • Jensína Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Bæjarstjóri setti fyrsta fund öldungaráðs á þessu kjörtímabili og bauð fundarkonur velkomnar.

1.Erindisbréf öldungaráðs

Málsnúmer 1909019Vakta málsnúmer

Erindisbréf öldungaráðs lagt fram til kynningar.
Farið var yfir efni erindisbréfsins. Þar segir að hlutverk öldungaráðs og tilgangur sé að gæta hagsmuna eldri borgara í Grundarfirði og vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara.

Rætt var um þau verkefni sem ráðið hefur verið að sinna og ætti að hafa á sinni könnu.

Kosningu formanns, varaformanns og ritara er frestað þar til allir aðalmenn eru mættir á fund.

Farið var yfir eftirfarandi mál:

- Bæjarstjóri sagði frá samtali forsvarsfólks sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, um heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal annars var rætt um það hvernig mætti auka samtal og samstarf Heilbrgðisstofnunarinnar, félagsþjónustu sveitarfélaganna og dvalar- og hjúkrunarheimila á svæðinu um þjónustu við eldri borgara.
Ráðið fagnar þessu.

- Bæjarstjóri sagði frá endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins og annarri stefnumörkun bæjarins og að ráðið yrði kallað til samtals fljótlega vegna þess.

- Fulltrúi ráðsins mun sitja kynningarfund skipulags- og umhverfisnefndar um aðalskipulagstillögu síðar í dag.

- Fulltrúi ráðsins mun einnig koma á spjallfund með fulltrúum menningarnefndar um dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar, nk. mánudag.

- Spurt var um heimsendingu matar til eldri borgara, en Dvalarheimilið hafði séð um það. Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.

Ráðið mun á næsta fundi fara betur yfir verkefni sín.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa, þar á meðal nefndarfólk, lagðar fram til kynningar.


Farið var yfir efni siðareglnanna.


3.Sjúkraþjálfari í Grundarfjörð

Málsnúmer 1805021Vakta málsnúmer

Á fundum öldungaráðs á síðasta kjörtímabili var mikið rætt um það að fá sjúkraþjálfara með fasta viðveru í Grundarfjörð.
Frá síðasta vetri hefur sjúkraþjálfari starfað á heilsugæslunni í Grundarfirði.
Ráðið lýsir mikilli ánægju með þá stöðu.

4.Heilsuefling fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Elsa sagði frá verkefninu "Heilsueflingu 60 plús" sem fór af stað í lok janúar sl. Heilsueflingin felst í að fjórum sinnum í viku eru íþróttatímar, annars vegar í íþróttahúsinu og einnig í líkamsræktarstöð. Hreyfingin stendur öllum til boða sem eru 60 ára og eldri og þeim sem búa við örorku.
Verkefnið er unnið í samstarfi Félags eldri borgara Grundarfirði og Grundarfjarðarbæjar, og nýtur Félag eldri borgara stuðnings Rauða kross deildarinnar í Grundarfirði. Ætlunin er að fá aukna fræðslu samhliða heilsuræktinni og þróa starfið áfram.

Ráðið lýsir ánægju með heilsueflingarverkefnið og hvernig til hefur tekist.

Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 15:00.