Umsókn sjúkraþjálfara liggur nú fyrir hjá HVE og strandar framganga málsins á því að ekki finnst viðunandi íbúðarhúsnæði fyrir sjúkraþjálfarann í Grundarfirði.
Öldungaráð lýsir vonbrigðum sínum með að ekki skuli finnast úrlausn á þessu máli því ljóst er að mikil þörf er á að fá sjúkraþjálfara til starfa í sveitarfélaginu.
Á fundum öldungaráðs á síðasta kjörtímabili var mikið rætt um það að fá sjúkraþjálfara með fasta viðveru í Grundarfjörð. Frá síðasta vetri hefur sjúkraþjálfari starfað á heilsugæslunni í Grundarfirði. Ráðið lýsir mikilli ánægju með þá stöðu.
Öldungaráð lýsir vonbrigðum sínum með að ekki skuli finnast úrlausn á þessu máli því ljóst er að mikil þörf er á að fá sjúkraþjálfara til starfa í sveitarfélaginu.