7. fundur 07. mars 2018 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jensína Guðmundsdóttir
  • Þórunn Kristinsdóttir
  • Hildur Sæmundsdóttir
  • Steinunn Hansdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setur fundinn og gengið er til dagskrár.

1.Könnun meðal eldri Grundfirðinga

Málsnúmer 1803010Vakta málsnúmer

Á fundi öldungaráðs þann 16. október 2017 var ákveðið að gera viðhorfskönnun á meðal eldri borgara í Grundarfirði. Menningar- og markaðsfulltrúi leggur fram drög að könnuninni sem reiknað er með að senda til 60 ára og eldri á næstunni.
Könnunin rædd og gerðar tillögur að breytingum. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að halda áfram með málið.

2.Heilsuefling fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1803012Vakta málsnúmer

Öldungaráð hefur áhuga á að skoða heilsueflingu í samstarfi við Janus heilsueflingu sem einblínir á hreyfingu fyrir fólk frá 65 ára og upp úr.
Lagt er til að bæjarstjórn hafi samráð við Félags- og skólaþjónustuna á Snæfellsnesi ásamt HVE um að koma á verkefni meðal sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, sams konar því sem hefur verið innleitt í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og víðar.

3.Snjómokstur fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1803013Vakta málsnúmer

Í mikilli snjóatíð eins og undanfarnar vikur ber því við að eldri borgarar eiga erfitt með að komast út úr húsi vegna skafla. Margir hverjir hafa ekki tök á að moka sjálfir og því veltir öldungaráð fyrir sér hvort Grundarfjarðarbær hafi hug á að bjóða upp á slíka þjónustu fyrir þá sem þurfa.
Öldungaráð leggur til að bærinn setji upp reglur um snjómokstur fyrir eldri borgara.

4.Akstur fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1803014Vakta málsnúmer

Öldungaráð veltir upp þeirri spurningu hvort tilefni sé til að taka upp akstur fyrir eldri borgara hjá sveitarfélaginu líkt og tíðkast víða um land.
Menningar- og markaðsstjóra falið að kanna málið og sjá hvaða möguleikar eru til staðar.

5.Aukið samstarf vegna heimaþjónustu

Málsnúmer 1803016Vakta málsnúmer

Til að fólk geti búið sem lengst heima þá þarf að auka þjónustu við þá sem á þurfa að halda. Í dag einskorðast heimaþjónusta við þrif og heimsendingu matar. Hjúkrunarþjónustu þarf að auka og um leið samstarf þeirra sem sjá um þjónustu við eldri borgara á svæðinu.

6.Áskorun til Alþingis um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra

Málsnúmer 1803015Vakta málsnúmer

Veturinn 2014-2015 var lögð fram þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra á Alþingi. Sú tillaga virðist hafa dagað uppi í þinginu og er það miður. Öldungaráð Grundarfjarðarbæjar hyggst beita sér fyrir því að tillagan verði að frumvarpi til laga með samstarfi við önnur öldungaráð í landinu.
Öldungaráð Grundarfjarðarbæjar hyggst rita bréf til Landssambands eldri borgara og heilbrigðisráðherra og hvetja til þess að málið verði tekið upp að nýju.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:00.