Í mikilli snjóatíð eins og undanfarnar vikur ber því við að eldri borgarar eiga erfitt með að komast út úr húsi vegna skafla. Margir hverjir hafa ekki tök á að moka sjálfir og því veltir öldungaráð fyrir sér hvort Grundarfjarðarbær hafi hug á að bjóða upp á slíka þjónustu fyrir þá sem þurfa.