47. fundur 25. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Lára Lind Jakobsdóttir starfsmaður
Dagskrá
Gengið til fundar, en eitt efni er á dagskrá fundarins.

1.Aðventudagskrá 2024

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Rætt um aðventudagskrá sem fyrir liggur.

2.Ljósmyndakeppni 2024

Málsnúmer 2501005Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir innsendar ljósmyndir sem komu fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2024. Þema keppninnar í ár var "gleði".



Mörtu Magnúsdóttur formann vantaði á fundinn en gaf samþykki fyrir ákvörðunum þeirra sem voru á fundinum.

Farið var yfir þær myndir sem sendar voru inn í ljósmyndasamkeppninna og valdir sigurvegarar.

Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á
tímabilinu 1. desember 2023 til 15. nóvember 2024 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki
fimm myndir. Myndir sem sendar eru inn í keppnina mega ekki hafa verið birtar á neinum miðlum
fyrr en að verðlaunaafhendingu lokinni.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár áhugaverðustu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.

Tilgangur keppninnar er að ýta undir áhuga á ljósmyndun meðal bæjarbúa, virkja þátttöku þeirra
og fá nýja sýn á bæjarfélagið og samfélagið. Einnig er bærinn að koma sér upp góðu safni af
myndum úr og af sveitarfélaginu til notkunar við kynningarstarf og annað sem viðkemur
starfsemi bæjarins.

Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2024 verða kynnt á aðventudegi
Kvenfélagsins sunnudaginn 1. desember sl. en alls bárust 31 mynd í keppnina.

Í fyrsta sæti var Kasia Bajda, í öðru sæti var Elín Hróðný Ottósdóttir og í þriðja sæti Bryndís Guðmundsdóttir og verða þeim afhent peningaverðlaun, eins og verið hefur síðustu ár.
Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.