Málsnúmer 2501004

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 47. fundur - 25.11.2024

Rætt um aðventudagskrá sem fyrir liggur.

Menningarnefnd - 48. fundur - 18.12.2024

Á þessum seinasta menningarnefndarfundi ársins var farið yfir liðið ár.



Kláraðir seinustu liðir á aðventudagskrá og veitt verðlaun.



Farið var á jólarúnt með íbúum Fellaskjóls og hjálpuðu þau við valið á best skreytta húsi og fyrirtæki bæjarins 2024.

Farið var yfir seinustu mál á aðventudagskrá 2024. Farið var yfir hugmyndir tengt þrettándagleði. Ákvörðun var tekin um að færa gleðina í Þríhyrninginn árið 2025 og breyta um staðsetningu. Menningarnefnd talar um að hafa minni varðeld til að grilla sykurpúða, 9. bekkur sér um kakó sem fjáröflun, jólasveinn myndi kíkja á svæðið, flugeldar frá Björgunarsvetinni Klakk og skólakórinn myndi syngja. Lára Lind forstöðum. fór í að gera dagskránna (sjá viðhengi).

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar ásamt íbúum á Fellaskjóli fóru saman á jólarúnt um bæinn þann til að skoða skreytingar hjá íbúum og fyrirtækjum. Rútuferðir sóttu íbúa Fellaskjóls á sannkallaðri jólarútu, boðið var uppá heitt kakó með rjóma og smákökur. Sannkallaður jólaandi var yfir farþegum rútunnar sem var skreytt með jólaljósum og allir í jólagír. Við þökkum íbúum Fellaskjóls fyrir góða hjálp við val á jólahúsi og jólafyrirtæki Grundarfjarðar 2024. Við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári og erum spennt að halda í þessa hefð um ókomin ár.

Einnig var valin best skreytti glugginn og voru það Hjalti Allan og Lísa hjá Rútuferðum sem fengu verðlaun fyrir afskaplega flottan glugga sem fór varla framhjá neinum. Það var enginn annar en Trölli sem stal jólunum sem prýddi þann glugga. Ásgeir Hjaltason hannaði gluggan hjá Rútuferðum og tók á móti verðlaunum fyrir þeirra hönd.

Einnig voru veitt verðlaun til þeirra þriggja sem dregin voru út í jólagluggaleiknum.