38. fundur 29. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Guðmundur Pálsson (GP)
Fundargerð ritaði: Rakel Birgisdóttir/Björg Ágústsdóttir
Dagskrá
Starfsmaður fundarins var Helga Sjöfn Ólafsdóttir, þjónustufulltrúi.

Gengið til dagskrár fundarins.

1.Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023

Málsnúmer 2303007Vakta málsnúmer

Farið var yfir þær ljósmyndir sem sendar voru inn fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023.



Gestadómari og gestur fundarins undir þessum lið er Hector Fabio Lopez.

Gengið frá niðurstöðu.

Úrslit verða kynnt og verðlaun verða afhent fyrir fyrstu þrjú sætin á Aðventudegi Kvenfélagsins þann 3. desember nk.

Gestir

  • Hector Fabio Lopez

2.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Rætt um viðburði sem tengjast jólum.




Farið yfir nokkur atriði:

- Að það þurfi að velja jólahús ársins og verður gert 20. desember nk.

- Rætt um jólagluggana, sem hafa verið settir upp víðsvegar um bæinn, af fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum bæjarins. Nefndin hefur verið upplýst um að erfitt hafi verið að fá fólk til að taka þátt á síðasta ári og að hugmynd sé um að gera breytingu í ár. Fyrirkomulag verði þannig að settir verði upp fjórir aðventugluggar, fyrir alla sunnudaga aðventunnar.

Nefndin fellst á þessa hugmynd.

Fellaskjól, grunnskólinn, leikskólinn og Sögumiðstöðin verða með gluggana fjóra.

Spurt um hátíðarhöld á Þrettándanum, en menningarnefnd hefur ekki séð um hann hingað til og mun ekki gera það í ár, heldur hefur þetta heyrt undir íþrótta- og tómstundanefnd. Vilji hefur verið til þess að fá félagasamtök eða hópa til að halda utan um hátíðarhöld dagsins. Ábending um að kanna hvort 9. bekkur hafi áhuga á því, en 9. bekkur hefur alltaf staðið fyrir fjáröflun fyrir útskriftarferð.

Gengið var frá fundargerð síðar, eftir fund, og samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 13:00.