Ákvörðun um þema fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023.
Menningarnefnd fór yfir þemu undanfarinna ára og leggur til að þema keppninnar í ár verði "viðburðir og mannlíf"
Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru, í fyrsta sæti Stefan Wrabetz, með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti var Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.
Úrslitin voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins, þann 27. nóvember 2022. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin. Í dómnefnd voru Marta Magnúsdóttir og Rakel Birgisdóttir úr menningarnefnd, auk Olgu Sædísar Aðalsteinsdóttur gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.
Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru, í fyrsta sæti Stefan Wrabetz, með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti var Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.
Úrslitin voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins, þann 27. nóvember 2022. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
Í dómnefnd voru Marta Magnúsdóttir og Rakel Birgisdóttir úr menningarnefnd, auk Olgu Sædísar Aðalsteinsdóttur gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.