Málsnúmer 2303007

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 36. fundur - 16.03.2023

Ákvörðun um þema fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023.
Menningarnefnd fór yfir þemu undanfarinna ára og leggur til að þema keppninnar í ár verði "viðburðir og mannlíf"

Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru, í fyrsta sæti Stefan Wrabetz, með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti var Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.

Úrslitin voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins, þann 27. nóvember 2022. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
Í dómnefnd voru Marta Magnúsdóttir og Rakel Birgisdóttir úr menningarnefnd, auk Olgu Sædísar Aðalsteinsdóttur gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.

Menningarnefnd - 38. fundur - 29.11.2023

Farið var yfir þær ljósmyndir sem sendar voru inn fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023.



Gestadómari og gestur fundarins undir þessum lið er Hector Fabio Lopez.

Gengið frá niðurstöðu.

Úrslit verða kynnt og verðlaun verða afhent fyrir fyrstu þrjú sætin á Aðventudegi Kvenfélagsins þann 3. desember nk.

Gestir

  • Hector Fabio Lopez