6. fundur 07. maí 2015 kl. 10:00 - 11:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB) formaður
  • Baldur Orri Rafnsson
  • Alda Hlín Karlsdóttir
  • Olga Sædís Aðalsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Alda Hlín Karlsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarstefna Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1505005Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi kynnir drög að menningarstefnu Grundarfjarðarbæjar. Nefndin leggur til að stefnan verði unnin áfram í samstarfi við íbúa.

2.Hátíðarhöld 17. júní 2015

Málsnúmer 1505002Vakta málsnúmer

Ungmennafélagið fer með framkvæmd hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn. Nefndin lýsir yfir ánægju með hátíðarhöldin á síðasta ári og hvetur UMFG til góðra verka í ár.

3.Hátíðarhöld þann 19. júní. 100 ára kosningarafmæli kvenna.

Málsnúmer 1505004Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til að saga kvenfélagsins, myndasýning, verði opnuð í Sögumistöðinni. Aðrar hugmyndir ræddar og menningar- og markaðsfulltrúa falin nánari útfærsla á viðburðum í tilefni dagsins.

4.Menningarverðlaunin Helgrindur 2015

Málsnúmer 1505003Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til að auglýst verði eftir tilnefningum fyrir verðlaunin í haust og þau afhent á Rökkurdögum.

Fundi slitið - kl. 11:30.