Menningar- og markaðsfulltrúi kynnir drög að menningarstefnu Grundarfjarðarbæjar. Nefndin leggur til að stefnan verði unnin áfram í samstarfi við íbúa.
Ungmennafélagið fer með framkvæmd hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn. Nefndin lýsir yfir ánægju með hátíðarhöldin á síðasta ári og hvetur UMFG til góðra verka í ár.
3.Hátíðarhöld þann 19. júní. 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Nefndin leggur til að saga kvenfélagsins, myndasýning, verði opnuð í Sögumistöðinni. Aðrar hugmyndir ræddar og menningar- og markaðsfulltrúa falin nánari útfærsla á viðburðum í tilefni dagsins.