15. fundur 05. nóvember 2024 kl. 09:15 - 10:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Fundurinn er vinnufundur um eitt mál.

Formaður tengdist fundinum í gegnum síma.

1.Grundarfjarðarhöfn - Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2411010Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram til skoðunar og umræðu teikningar (vinnuskjöl) að viðbyggingu við hafnarhúsið, sem hafnarstjórn ræddi á síðasta fundi sínum í tengslum við fjárfestingar ársins 2025.



Stækkun hússins er á hugmyndastigi en væri aðallega hugsuð til að mæta þörfum fyrir aukna þjónustu á hafnarsvæðinu vegna móttöku skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn fór yfir framlagðar vinnuteikningar og ræddi þær.

Hafnarstjórn mun taka saman helstu forsendur fyrir stækkuninni (þarfagreiningu), sem lið í undirbúningsvinnu. Samþykkt samhljóða.

Til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 10:25.