15. fundur 05. apríl 2018 kl. 14:00 - 15:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hafnarsjóður Grundarfjarðar, ársreikningur 2017

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Lagður fram og kynntur ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðar fyrir árið 2017.

Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn samhljóða.

2.Grundarfjarðarhöfn. Afskriftir skulda

Málsnúmer 1803041Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir kröfur Grundarfjarðarhafnar á fyrirtækið Dagdísi ehf., samtals að fjárhæð 167.084 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að kröfurnar verði afskrifaðar.

3.Gjaldskrárbreyting vegna mengunarslysa

Málsnúmer 1804011Vakta málsnúmer

Tjónvaldur vegna mengunarslysa skal greiða kostnað sem hlýst af slíkri mengun í höfnum og hafnarsvæðum.
Nauðsynlegt er að í gjaldskrá hafnarinnar séu ákvæði um innheimtu gjalds vegna slíkra atburða.
Lagt er til að ákvæði verði sett inn í gjaldskrá hafnarinnar um það að heimilt sé að rukka fyrir mengunarvarnarbúnað sem þarf að nota við slíkar aðgerðir og að notuð verði gjaldskrá yfir útselda vinnu hafnarinnar hvað varðar vinnu starfsmanna hennar. Gjaldskrár annarra um útselda vinnu gilda fyrir vinnu þeirra. Hér er átt við vinnu slökkviliðs eða annarra björgunaraðila sem að málum koma.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að setja inn ákvæði þessa efnis í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.

4.Viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis

Málsnúmer 1804005Vakta málsnúmer

Lögð fram viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið fyrir Grundarfjarðarhöfn af hafnarstjóra og dags. 20. febrúar 2018.
Hafnarstjóri fór yfir áætlunina og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðbragðsáætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn.

5.Skipulagsstofnun,efnisnámur, umsögn

Málsnúmer 1711005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Orkustofnunar frá 20. mars. sl., varðandi umsögn stofnunarinnar um tilkynningu Grundarfjarðarhafnar um fyrihugaða efnistöku hafnarinnar á allt að 260.000 rúmetrum efnis á landi og hafsbotni í Grundarfirði. Efnistakan er áætluð vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda við Norðurgarð.
Jafnframt lögð fram drög að svari við umsögn Orkustofnunar, sem hafnaryfirvöld hafa unnið að í samvinnu við Vegagerðina.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra ásamt stjórnarformanni að ljúka við svarið og senda það til Skipulagsstofnunar.

6.Framkvæmdir Norðurgarði

Málsnúmer 1710040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundarfjarðarhafnar til samgönguráðherra frá 12. des sl., varðandi fjárveitingar til lengingar Norðurgarðs í Grundarfirði. Í bréfinu er óskað eftir fjárveitingum þ.a. hefja megi framkvæmdir á árinu 2018 eins og ráðgert var í gildandi samgönguáætlun áranna 2015-2018.
Hafnarstjóra og stjórnarformanni falið að vinna áfram í málinu og eiga fund með samgönguráðherra.

7.Bílakaup

Málsnúmer 1804010Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um bílakaup fyrir Grundarfjarðarhöfn, en keyptur hefur verið nýr transporter pallbíll, sem leysir eldri bíl af hólmi.
Hafnarstjórn samþykkir kaupin.

8.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018-2038

Málsnúmer 1804008Vakta málsnúmer

Í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er gert ráð fyrir að hafnarsvæðið verði skert, við Nesveg 1, frá því sem er í gildandi skipulagi.
Hafnarstjórn telur eðlilegt að hafnarsvæðið verði óbreytt miðað við gildandi aðalskipulag.
Jafnframt telur hafnarstjórn mikilvægt að útrásarmál á svæðinu verði tekin til skoðunar.

9.Kynningar og markaðsmál, yfirferð

Málsnúmer 1804009Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir og kynnti hvernig staðið yrði að kynningar og markaðasmálum hafnarinnar.

10.Snæfrost, aðalfundarboð 2018

Málsnúmer 1804003Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Snæfrosts h/f, vegna ársins 2017, sem haldinn veður í Sögumiðstöðinni Grundarfirði miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 16.30
Fulltrúar hafnarinnar munu mæta fundinn.

11.Fundargerðir hafnarsambandsins nr. 398-401

Málsnúmer 1804006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambans Íslands nr. 398 til 401

12.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað

Málsnúmer 1804007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar reglugerð nr. 580 frá 14. júní 2017 um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.

Fundi slitið - kl. 15:46.