Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer
Þrjú tilboð bárust í sameiginlegu útboði sorpmála hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ, eins og farið var yfir á 280. fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar sl. Útboðsferlið var undir verkstjórn Ríkiskaupa. Tilboðin voru öll talsvert yfir kostnaðaráætlun.
Farið var yfir niðurstöður útboðsins og úrvinnslu þeirra, m.a. spurningar sem lagðar voru fyrir bjóðendur tveggja lægstu tilboðanna og svör/viðbrögð við þeim. Álitaefni voru uppi vegna mismunandi þarfa sveitarfélaganna tveggja og mismunandi niðurstöðu fyrir þau innan heildarboðanna sem hér um ræðir.
Fundurinn er aukafundur og haldinn að hluta til sem fjarfundur.