Málsnúmer 2401028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram til kynningar opnunarskýrsla vegna útboðs sorpmála hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ, en opnun fór fram þann 24. janúar 2024.



Málið er í vinnslu.

Bæjarstjórn - 281. fundur - 16.02.2024

Þrjú tilboð bárust í sameiginlegu útboði sorpmála hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ, eins og farið var yfir á 280. fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar sl. Útboðsferlið var undir verkstjórn Ríkiskaupa. Tilboðin voru öll talsvert yfir kostnaðaráætlun.

Farið var yfir niðurstöður útboðsins og úrvinnslu þeirra, m.a. spurningar sem lagðar voru fyrir bjóðendur tveggja lægstu tilboðanna og svör/viðbrögð við þeim. Álitaefni voru uppi vegna mismunandi þarfa sveitarfélaganna tveggja og mismunandi niðurstöðu fyrir þau innan heildarboðanna sem hér um ræðir.

Eftir umræður um málið samþykkir bæjarstjórn að öllum þremur tilboðunum verði hafnað.

Lagt til að farið verði í hraðútboð í framhaldinu, þ.e. að aftur verði farið í útboð með styttri umsóknarfresti og lítilli breytingu á útboðsgögnum.

Bæjarstjóra veitt umboð til að útfæra gögn í samræmi við umræður og standa að hraðútboði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Lögð fram til kynningar auglýsing um hraðútboð. Útboðsfrestur er til 15. mars nk.

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Eftir yfirferð og úrvinnslu tilboða í útboði sorpþjónustu hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ í desember/janúar sl. var öllum tilboðum hafnað, sbr. fund bæjarstjórnar 16. febrúar sl.



Nýtt hraðútboð var sett af stað, þar sem sama útboð var endurtekið með örlítið breyttum forsendum og styttri útboðsfresti en í fyrra skiptið. Möguleiki var gefinn á að samið yrði við sitthvorn bjóðandann í sveitarfélögunum tveimur.



Þann 15. mars sl. voru tilboð opnuð í hraðútboðinu og er opnunarskýrsla Ríkiskaupa nú lögð fram. Ríkiskaup munu á næstu dögum senda út val tilboðs þar sem tilkynnt er að til standi að taka tilgreindum tilboðum og er það undanfari samningsgerðar.

Bæjarstjóri fór yfir niðurstöðutölur í tilboðunum.

Lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í sorpþjónustu í Grundarfirði og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi að loknu útboðsferli Ríkiskaupa.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Lagður fram til kynningar samningur við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu. Samningurinn er gerður á grunni útboðs sem fram fór fyrr á árinu.