630. fundur 18. desember 2024 kl. 17:00 - 17:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Hrannarstígur 18 - úthlutun

Málsnúmer 2412017Vakta málsnúmer

Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 108. Tvær umsóknir bárust um íbúðina.

Skrifstofustjóri gerði grein fyrir málinu. Farið yfir niðurstöður greiningar á matsviðmiðum vegna úthlutunar hlutaréttaríbúða eldri borgara í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara. Leitað var til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.

Lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til Rögnvaldar Guðlaugssonar. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

Samþykkt samhljóða.

2.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftarbeiðni

Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer

Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 5.517.824 kr.

Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

Bæjarráð samþykkir afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 5.517.824 kr. auk vaxta.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:15.