Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 108. Tvær umsóknir bárust um íbúðina.
Skrifstofustjóri gerði grein fyrir málinu. Farið yfir niðurstöður greiningar á matsviðmiðum vegna úthlutunar hlutaréttaríbúða eldri borgara í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara. Leitað var til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.
Lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til Rögnvaldar Guðlaugssonar. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.
Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 108.
Tvær umsóknir bárust um íbúðina og er vísað í gögn og afgreiðslu á 630. fundi bæjarráðs 18. desember sl. Sá sem fékk íbúðinni úthlutað hefur afþakkað úthlutunina vegna breytinga.
Í ljósi þessa er lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til hins umsækjandans, sem er Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.
Lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til Rögnvaldar Guðlaugssonar. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.
Samþykkt samhljóða.