599. fundur 10. janúar 2023 kl. 08:30 - 12:14 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,0% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Gestir fundarins undir þessum lið voru Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs/skipulagsfulltrúi og Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi. Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir málefnum íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis.

Farið var yfir áætlun bæjarstjórnar um fjárfestingar árið 2023 og rætt um helstu framkvæmdir og verkefni ársins.

Bæjarstjóri lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023.

Lagðar áherslur um framkvæmdir og forgangsröðun, tímasetningar, verkaðferðir, efnisval o.fl.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:14
  • Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi - mæting: 08:30
  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi - mæting: 08:30

4.Markaðs- og kynningarmál 2023

Málsnúmer 2301008Vakta málsnúmer

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat hluta af umræðu undir þessum lið.

Ræddar helstu áherslur í atvinnuráðgjöf og markaðsmálum bæjarins og hvernig standa á að kynningar- og markaðsmálum á næstu mánuðum, sbr. umræðu í bæjarstjórn í lok sl. árs.

Rætt um að þjónusta atvinnuráðgjafa SSV verði kynnt betur fyrirtækjum og frumkvöðlum í Grundarfirði og hvernig hagfelldast sé að viðveru þeirra í Grundarfirði sé háttað. Einnig rætt um átaksverkefni í markaðsmálum og hvernig stuðla megi að aðkomu þjónustuaðila í bænum. Bæjarstjóri hefur átt samtal við framkvæmdastjóra SSV um þetta og verður því samtali framhaldið.

Í þessum mánuði er stefnt að því að tilbúið verði kynningarmyndband sem Tómas Freyr Kristjánsson hefur unnið fyrir bæinn, undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa, um íþróttir og tómstundir í bænum. Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi sýndi myndbandið.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 11:50

5.Creditinfo - Fjölmiðlaskýrsla 2022

Málsnúmer 2301012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjölmiðlaskýrsla Creditinfo vegna ársins 2022.

6.Vegagerðin, Vesturlandsumdæmi - Samningur um veghald þjóðvegar í þéttbýli 2022

Málsnúmer 2212030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar árlegur samningur bæjarins við Vegagerðina um greiðslur Vegagerðarinnar fyrir þjónustu við veghald Grundargötunnar, sem þjóðvegar í þéttbýli 2022. Einnig lögð fram tölvupóstsamskipti bæjarstjóra þar sem gerð er athugasemd við að greiðslur Vegagerðarinnar hafi ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:14.