Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2022.
Samkvæmt yfirlitinu lækkaði greitt útsvar í janúar og febrúar 2022 samanlagt um 8,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samanburðurinn er þó ekki að öllu leyti tækur þar sem gerðar voru leiðréttingar á útsvarinu í upphafi árs 2021.
Bæjarstjóri sagði frá því að dr. Vífill Karlsson / Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) vinni nú úttekt á tekjum Grundarfjarðarbæjar.
Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir því að SSV myndu rýna tekjuþróun Grundarfjarðarbæjar. Sambærileg úttekt var unnin af SSV haustið 2018, fyrir bæjarstjórn.
Úttektin nú snýr einkum að útsvari og þróun þess, sveiflum í útsvarstekjum, atvinnugreinaflokkun, áhrifum íbúafjölda o.fl., auk þess að helstu tekjuforsendum Grundarfjarðarbæjar.
Gögn um útsvarstekjur eru orðin betri og aðgengilegri núna en þau voru 2018, m.a. vegna þess að Grundarfjarðarbær hefur átt þátt í að þrýsta á um haldbetri upplýsingar um þennan megintekjustofn sveitarfélaga.
Auk útsvarsins á að skoða Jöfnunarsjóðstekjur bæjarins og þróun þeirra, sem og fasteignamatið og þróun þess.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-apríl og jan.-maí 2022. Samkvæmt yfirlitunum hefur greitt útsvar í janúar til apríl 2022 hækkað um 2,5% og í janúar til maí 2022 hækkað um 5,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2022. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Meðaltalshækkun á landinu er 11,7%.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,9% miðað við sama tímabil í fyrra.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 9,0% miðað við sama tímabil í fyrra.