Vinnufundur bæjarráðs í tengslum við fjárhagsáætlun 2023.
Bæjarráð fór í heimsókn og ræddi við íþrótta- og tómstundafulltrúa og skoðaði aðstæður í íþróttahúsi, sundlaug og íþróttavelli.
Farið var yfir tækjabúnað, rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir v. endurbóta á gólf- og loftaefni o.fl. í anddyri, gangi og tengibyggingu - en þar verður ennfremur skipt um glugga. Einnig farið yfir hljóðvist í íþróttasalnum og hvernig hægt væri að bæta hana. Rætt var um áform um að setja upp gufubað og rennibraut við sundlaug. Sundlaugargarð þarf að skoða í heild sinni og skipuleggja, áður en farið er í slíkar framkvæmdir.
Bæjarstjóri sagði frá því að ætlunin væri að stilla upp heimsóknum í stofnanir bæjarins þannig að öllum bæjarfulltrúum og fyrstu varamönnum væri boðið í þær og að ríflegri tími væri gefinn í hverja heimsókn. Þannig gæfist nýrri bæjarstjórn betra tækifæri til að kynna sér starfsemi bæjarins, hitta stjórnendur og afla sér þekkingar, til undirbúnings kjörtímabilsins alls.
Fundargerð send fundarmönnum í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað.