577. fundur 18. október 2021 kl. 12:30 - 14:08 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Fundur hófst með heimsókn í tónlistarskóla og íþróttahús. Að því búnu var farið í ráðhús. Þar setti formaður fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Bæjarráð fór í heimsókn í tónlistarskólann og ræddi við Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.
Einnig var farið í heimsókn í íþróttahúsið í fylgd með byggingarfulltrúa.
Að því búnu var farið í fundarsal Ráðhúss og fundi haldið áfram.

Gestir

  • Linda María Nielsen aðst.skólastjóri Tónlistarskólans
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi

2.Borgarbraut 17 - íþróttahús ástandsskýrsla 2021, EFLA

Málsnúmer 2109001Vakta málsnúmer

Lögð fram ástandsskýrsla Eflu með úttekt á húsnæði íþróttahúss og sundlaugar, en bæjarstjórn vísaði skýrslunni til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
Farið yfir efni skýrslunnar frá Eflu.

Bæjarráð óskar eftir að byggingarfulltrúi leiti eftir frekari upplýsingum frá Eflu, þ.e. nánara kostnaðarmati á einstökum verkþáttum, sbr. umræður, og mati á forgangsröðun þeirra.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi

3.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Frekari gögn lögð fram og verða tekin fyrir á næsta fundi.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:08.