514. fundur 28. júní 2018 kl. 16:30 - 19:49 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forsvarsmenn Svansskála; Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, Grétar Höskuldsson og Elsa Fanney Grétarsdóttir sátu fundinn undir lið 5.

Formaður setti fund og bauð Heiði Björk Fossberg Óladóttur sérstaklega velkomna á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

Gengið var til dagskrár.

1.Samningur um ljósmyndun 2018

Málsnúmer 1806036Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um ljósmyndum við Tómas Frey Kristjánsson vegna ljósmyndunar árið 2018.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning.

2.Grundargata 30, húsaleigusamningur

Málsnúmer 1806038Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tímabundinn húsaleigusamningur við Ildi ehf. vegna skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.

3.Almannavarnarnefnd, samkomulag

Málsnúmer 1806026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Lögreglustjórans á Vesturlandi frá 29. maí sl. varðandi staðfestingu samkomulags um sameiningu almannavarnarnefnda á Vesturlandi.

4.Ársreikningur UMFG fyrir árið 2017

Málsnúmer 1806034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2017.

5.Orkustofnun, umsókn um efnistöku

Málsnúmer 1804036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Grundarfjarðarhafnar frá 21. júní sl. varðandi umsagnir sem fylgja bréfi Orkustofnunar frá 30. maí sl.

6.Kirkjufellsfoss, hönnun

Málsnúmer 1806035Vakta málsnúmer

Lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun vegna hönnunar fyrir jarðvinnuútboð vegna bílastæða við Kirkjufellsfoss. Áætlanirnar eru unnar af fyrirtækinu Landslag ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landslag ehf.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindisbréf

Málsnúmer 1806041Vakta málsnúmer

Lögð fram erindisbréf fyrir nefndir bæjarins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingar á erindisbréfi menningarnefndar. Bæjarstjóri boðar til fundar í samráði við formann nefndarinnar, á meðan ekki hefur verið ráðið í starf menningar- og markaðsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

8.Umhverfisrölt

Málsnúmer 1806022Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn fól skipulags- og umhverfisnefnd að útfæra umhverfisrölt. Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að boðað verði til umhverfisrölts í hverfum bæjarins. Umhverfisröltið yrði sérstaklega auglýst.

Bæjarráð fagnar hugmyndum skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisrölti 2.-5. júlí nk. Rölt verður um rauða hverfið mánudaginn 2. júlí, kl. 20:30, græna hverfið þriðjudaginn 3. júlí, kl. 20:30, bláa hverfið miðvikudaginn 4. júlí, kl. 20:30 og gula hverfið fimmtudaginn 5. júlí, kl. 20:30.

Samþykkt samhljóða.

9.Sundlaugin, heimsókn.

Málsnúmer 1806037Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarráð fari í heimsókn í Sundlaug Grundarfjarðar í næstu viku.

Samþykkt samhljóða.

10.Framkvæmdir 2018

Málsnúmer 1710023Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að skv. fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir hugmyndum Ungmennafélags Grundarfjarðar varðandi uppbyggingu aðstöðu á íþróttasvæði.

Samþykkt samhljóða.

11.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir lausafjárstöðu.


12.Hrannarstígur 18, viðgerðir

Málsnúmer 1806033Vakta málsnúmer

RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

Lagt fram uppgjör vegna lekatjóns sem varð að Hrannarstíg 18 á síðasta ári, í tengslum við viðgerð á húsinu. Verktaki óskar eftir því að Grundarfjarðarbær taki þátt í kostnaði vegna tjónsins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að greiða helming efniskostnaðar, sem er 240.250 kr. með virðisaukaskatti.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.

13.Hrannarstígur 18, íbúð nr. 104

Málsnúmer 1806032Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir því að íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, sé laus. Unnið er að viðhaldsviðgerðum á íbúðinni, svo unnt verði að úthluta henni aftur.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

14.Íbúðalánasjóður - Grundargata 69

Málsnúmer 1803027Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir því að íbúð að Grundargötu 69 er laus til útleigu frá næstu mánaðarmótum. Íbúðin er í eigu Íbúðalánasjóðs og hefur verið framleigð af Grundarfjarðarbæ. Kallað hefur verið eftir úttekt Íbúðalánasjóðs á ýmsum ágöllum sem taldir eru vera á íbúðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við Íbúðalánasjóð.

Samþykkt samhljóða.

15.Íbúðalánasjóður - Ölkelduvegur 9

Málsnúmer 1804034Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir því að leigusamningur við Íbúðalánasjóð um íbúð að Ölkelduvegi 9 rennur út um næstu mánaðarmót. Á sama tíma rennur út leigusamningur við núverandi leigjanda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð og kanna möguleika á áframhaldandi leigu íbúðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

16.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn Svansskála, Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, Grétar Höskuldsson og Elsa Fanney Grétarsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð lítur svo á að núverandi leigusamningur við Svansskála gildi til maí 2019. Á tímabilinu verði rekstrarfyrirkomulag og skipulag hússins skoðað nánar í samvinnu við menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

17.Líf og sál ehf., úttekt

Málsnúmer 1806031Vakta málsnúmer

Kynntar voru hugmyndir um að fá fyrirtækið Líf og sál ehf. til að vinna vinnustaðaúttekt á leikskólanum Sólvöllum.

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna vinnustaðagreiningarinnar frá Líf og sál ehf. dags. 25. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við fyrirtækið Líf og sál ehf. á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

18.Rekstrarleyfi, Hægt og hljótt ehf., umsögn

Málsnúmer 1806028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 19. júní sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastaðinn Kaffi 59, Grundargötu 59, þar sem reka á veitingastað í flokki III.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Grundargötu 59 verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

19.Greitt útsvar 2018

Málsnúmer 1804051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 18,5% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:49.