Umræða um leikfangaskúr og heildarfyrirkomulag/hönnun á lóð Leikskólans Sólvalla. Framhald umræðu á 220. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð hélt fund með leikskólastjóra og umsjónarmanni fasteigna fyrr um daginn og fór í vettvangsskoðun í leikskóla.
Ákveðið að lokið verði við að steypa stétt upp við leikskólann, setja niður staura fyrir sólpall og að leggja þökur til að loka lóð. Jafnframt var ákveðið að fresta framkvæmdum við sólpall og við leikfangaskúr á leikskólalóð, ásamt steyptri stétt undir hann. Bæjarráð stefnir að því að farið verði yfir hönnun og fyrirkomulag á leikskólalóð með viðeigandi aðilum fyrir vorið.
Samþykkt samhljóða.
2.Kosning í nefndir og stjórnir skv. C. lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.