Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Lokaður dagskrárliður. Farið yfir framkvæmdir við leikskólabyggingu.
Farið yfir endurbætur og framkvæmdir á húsnæði Leikskólans Sólvalla. Framkvæmdir eru komnar fram yfir fjárhagsáætlun ársins.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn áréttar að þeim framkvæmdum sem farnar eru af stað verði lokið, en vísar þó ákvörðun um uppsetningu dótaskúrs á lóðinni til næsta fundar bæjarráðs, sem skoðar málið með hliðsjón af heildarhönnun lóðarinnar og í samráði við leikskólastjóra.
Umræða um leikfangaskúr og heildarfyrirkomulag/hönnun á lóð Leikskólans Sólvalla. Framhald umræðu á 220. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð hélt fund með leikskólastjóra og umsjónarmanni fasteigna fyrr um daginn og fór í vettvangsskoðun í leikskóla.
Ákveðið að lokið verði við að steypa stétt upp við leikskólann, setja niður staura fyrir sólpall og að leggja þökur til að loka lóð. Jafnframt var ákveðið að fresta framkvæmdum við sólpall og við leikfangaskúr á leikskólalóð, ásamt steyptri stétt undir hann. Bæjarráð stefnir að því að farið verði yfir hönnun og fyrirkomulag á leikskólalóð með viðeigandi aðilum fyrir vorið.