Málsnúmer 2406000F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 622. fundur - 27.06.2024

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 259. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram til kynningar tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar.

    Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins á fjarfundi undir þessum lið.

    Aðalskipulagsbreytingin er hluti af yfirstandandi vinnu við gerð nýs deiliskipulags Ölkeldudals.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Farið yfir framlagða tillögu og hún rædd.

    Framlögð vinnslutillaga um breytingu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 samþykkt samhljóða.

    Ábending úr umræðum; að við gerð lokatillögu verði skoðuð betur útfærsla á mörkum reita ÍB-5 og AF-2, syðst.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og þar með vinnslutillögu um breytingu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039, sem unnin er í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Rætt var um vinnu við tengingu miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis og um skoðun á lóðarmálum á svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi sögðu frá vinnu við skoðun á lóðarmálum og samtölum við hagsmunaaðila á svæðinu.

    Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lögmann bæjarins um lóðamál og áætlun, og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

  • Tekin var til kynningar og umræðu deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á stefnumörkun gildandi aðalskipulags um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður. Því fylgir efnistaka úr sjó og er nú unnið að undirbúningi umsóknar um leyfi til slíkrar efnistöku, í tengslum við áform um landfyllingu.

    Ennfremur lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um verkþætti og tímarás fyrir verkefnið.

    Tillagan er unnin af hafnarstjórn og hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögu hafnarstjórnar um þróun og uppbyggingu á suðursvæði hafnarinnar og lýsir yfir ánægju með hana.

    Bókun fundar Bæjarráð tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd og lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu.

  • Lögð fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar sem hefur fallist á og staðfest óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna fjögurra lóða í Fellabrekku, sbr. framlagt bréf stofnunarinnar dags. 23. maí sl.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Þegar teikningar berast frá lóðarhafa verða þær teknar til afgreiðslu í nefndinni, með grenndarkynningu í huga.
  • Byggingarfulltrúa barst formleg fyrirspurn um það hvort samþykkt yrði að breyta bílskúr að Fagurhólstúni 2 í íbúð. Fram kom í fyrirspurninni að íbúðin yrði ekki sérstök eign heldur hluti af fasteign á umræddri lóð.

    Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið var fyrirspurninni vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

    Davíð Magnússon vék af fundinum undir þessum lið.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 57B. Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Lóðinni að Grundargötu 57 er skipt í þrjá hluta (57, sem er leigð RARIK undir spennistöð, 57B og 57C) auk þess sem hluti lóðarinnar verður almenningsrými.
    Lóðin 57B verður 153,7 m2 að stærð.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl. og fól skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum lóðarblöðum og bæjarstjóra að undirrita.

    Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Grundargötu 57B.
  • Lögð fram tillaga um nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 57C.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Lóðinni að Grundargötu 57 er skipt í þrjá hluta (57, sem er leigð RARIK undir spennistöð, 57B og 57C) auk þess sem hluti lóðarinnar verður almenningsrými.

    Lóðin 57C verður 389,3 m² að stærð.

    Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 57C.

  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað með breyttum lóðarmörkum á Grundargötu 59. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 13. júní sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 1027 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1586,3 m² eða um 559,3 m².

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl. og fól skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum lóðarblöðum og bæjarstjóra að undirrita.

    Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Grundargötu 59.
  • Lagt fram lóðarblað fyrir Grundargötu 82 sem felur í sér lagfæringu og óverulega breytingu á núverandi lóðarmörkum. Í breytingunni felst að lóðin minnkar úr 1168,0 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1128,2 m² eða um 39,8 m².
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagt nýtt lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 82.
  • Lagt fram lóðarblað fyrir Grundargötu 90 sem felur í sér lagfæringu og óverulega breytingu á núverandi lóðarmörkum. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 1168,0 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1193,2 m² eða um 25,2 m².

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagt nýtt lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 90.
  • .11 2401018 Framkvæmdir 2024
    Lagðar fram til kynningar hönnunarteikningar vegna gangstétta og tilheyrandi blágrænna svæða við Hrannarstíg neðan Grundargötu og inní götuna Sólvelli, sem og vegna gangstéttar við Nesveg og neðsta hluta Borgarbrautar. Auk þess gögn um frágang ofarlega á Hrannarstíg, þar sem lögð verður hellulögð rönd meðfram malbikaðri gangstétt.

    Einnig rætt um framkvæmdir Mílu, en verktaki á vegum fyrirtækisins hefur hafið framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga við lagningu ljósleiðara í þéttbýli Grundarfjarðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Farið yfir framlögð gögn og rætt um framkvæmdir, sem eru að hluta til hafnar.
  • .12 2205033 Umhverfisrölt
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Vegna veðurfars o.fl. var umhverfisrölti frestað fyrr í mánuðinum.

    Samþykkt að bjóða uppá árlegt umhverfisrölt dagana 1. og 2. júlí næstkomandi, en þó með nýju sniði.

    Samþykkt að fyrra kvöldið, mánudaginn 1. júlí, kl. 19:30, verði boðið í "umhverfisspjall", þ.e. opið hús og kynningu í Sögumiðstöðinni. Þar gefist íbúum kostur á að ræða um umhverfismál og framkvæmdir, og að leggja fram óskir um svæði sem tekin verði til skoðunar kvöldið eftir.

    Þriðjudagskvöldið 2. júlí kl. 19:30 verði íbúum boðið í umhverfisrölt um bæinn, m.a. með hliðsjón af spjalli kvöldinu áður.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Rætt um gáma á lóðum og að gert verði átak í stöðuleyfum, einkum vegna illa útlítandi gáma sem ekki eru til prýði í umhverfinu. Til nánari umræðu síðar.