Gestir fundarins undir þessum lið eru Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahúss, Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Lilja G. Karlsdóttir hjá VSB sem aðstoðað hafa við hönnun gangstétta/gatna/blágrænna svæða í götum.
Dagskrárliður ræddur samhliða dagskrárliðnum "Malbik 2021".
Cowi, verkfræðistofa, hefur reiknað út vatnsmagn og skoðuð hefur verið "lekt" í jarðveginum sem bærinn er byggður á. Reiknað er út hver stærð grænu geiranna þarf að vera í göturýmum, auk grænna opinna svæða, sem ætlað er að taka við ofanvatni. Cowi hefur einnig gert tillögu um hönnun grænu geiranna í göturýmum þeirra gatna sem nú eru að hefjast framkvæmdir við. Farið var yfir þá hönnun, samanber umræðu um gangstéttar/stíga undir dagskrárlið 3.
Hér viku Valgeir, Halldóra og Lilja af fundi og var þeim þakkað fyrir komuna.