- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 27. ágúst bjóða Íslatín og Slacker Events uppá latin tónlistarveislu í Samkomuhúsinu!
Fram koma:
Íslatín bandið & Las Hienas!
Íslatín
Íslatín bandið er skipað fólki frá ýmsum hornum heimsins sem mættust í einstakri latín tónlistardeild í CODARTS í Rotterdam. Stofnandi sveitarinnar, Hugrún Elfa fékk þá hugmynd að blanda saman þjóðlagahefð heimalands síns við seiðandi rytma rómönsku ameríku og hefur hún ásamt meðlimum hópsins byggt upp spennandi prógram sem blandar saman þekktum íslenskum latín slögurum ásamt nýjum útsetningum af íslenskum þjóðlögum.
Las Hienas
Las Hienas er 8 kvenna band sem spilar latín músík af allskonar gerðum. Þær spila rúmbu, salsa, kúmbíu, son, kalypsó, og svo mætti lengi telja. Á sviði skapa Las Hienas dúndrandi orku, smitandi gleði, og tryllta takta sem fá áheyrendur til að taka fjórfaldan snúning.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru um það bil tveir tímar með hléi. Frítt er inn en frjáls framlög velkomin ef fólk vill styrkja verkefnið.
Mælum með að skella sér í dansskóna og sveifla sér inn í haustið!