- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju í samstarfi við Grundarfjarðarbæ leggja af stað í ferðalag um jólin - Rafrænt ferðalag.
Þar sem Rökkurlögin á Rökkurdögum fengu svo góðar undirtektir var ákveðið að halda þeirri vegferð áfram.
Jólalögin á aðventunni verða birt, nokkur lög í senn, kl. 19 á hverjum sunnudegi fram að jólum. Á þriðja í aðventu, 13. desember, verður aðventukvöld Grundarfjarðarkirkju og kemur söngurinn á þeirri stund til með að verða hluti af jólalagasyrpunni. Sérstök lokaútgáfa verður svo á Þorláksmessukvöld.
Lögin verða birt á Youtube-síðu Grundarfjarðarbæjar. Íslensku jólalögin sem hlýja okkur um hjartarætur sem og sérstakur flutningur á pólsku urðu fyrir valinu - og hlökkum við til að deila þeim með ykkur.
Grundfirðingar eiga hér sess heima í stofu ver hjá öðrum, með sínum ljúfa tónlistarflutningi - bæði vanir sem óvanir.
Njótum aðventunnar heima með okkar nánustu!