- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Næstkomandi sunnudag er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá munu börnin hér í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi, Rifi og á nesinu öllu koma saman í Grundarfjarðarkirkju og gera sér glaðan dag kl: 11:00. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga saman góða stund. Prestarnir Laufey Brá og Ægir leiða stundina. Þorkell Máni Þorkelsson mun leika undir í söng barnanna. Fermingarbörn munu vera með brúðuleikhús og tekin verður jólasyrpa til að koma okkur í jólaskapið. Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum og eigum hugljúfa og nærandi stund.