126. fundur 21. maí 2015 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Una Ýr Jörundsdóttir (UYJ) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Niðurstaða starfshópsins um fimm ára deild leikskólabarna.

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

1.1.
Niðurstaða og greinargerð hópsins.
Lögð fram niðurstaða og greinargerð starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ. Starfshópurinn var skipaður með skipunarbréfi þann 27. febr. sl. á grundvelli samþykktar 466. fundar bæjarráðs Grundarfjarðar. Tilgangur hópsins var að kanna möguleika á stofnun fimm ára deildar leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ.

Niðurstaða hópsins felst í þremur mögulegum leiðum sem starfshópurinn leggur til að lagðar verði til grundvallar og endanleg niðurstaða verði ekki framkvæmd fyrr en á skólaárinu 2016-2017. Hópurinn leggur til að næsta skólaár 2015-2016 verði nýtt til kynningar, umræðu og könnunar á vilja og viðhorfi foreldra og undirbúnings framkvæmdar.

Skólanefnd tekur undir niðurstöðu starfshópsins og styður tillögu B sem undanfara tillögu C.

1.2.
Fundargerðir starfshópsins nr. 1-8.
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins, tölusettar frá 1-8.

2.Landsbyggðarvinir, verðlaunaafhending

Málsnúmer 1501057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Önnur mál

Málsnúmer 1504026Vakta málsnúmer

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:00.