169. fundur 06. júlí 2016 kl. 17:00 - 18:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Gunnar S. Ragnarsson (GSR) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607003Vakta málsnúmer

Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd ábúenda á jörðinni Bergi þau Jón Bjarna Þorvarðarson kt.291167-5199 og Önnu Dóru Markúsardóttir kt.071265-4719 til að reisa þrjú fullbúin aðflutt sumarhús samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 19.06.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607011Vakta málsnúmer

Gunnar Hjálmarsson, kt.090855-3609 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Fellaskjól Dvalarheimili kt. 570584-0309 til að byggja nýjan inngang og sex þjónustuíbúðir samkv. uppdráttum frá Einari Ingimarssyni arkitekt, dags. 13.06.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607009Vakta málsnúmer

Kristinn Ólafur Kristinsson, kt. 020763-4429 sækir um byggingarleyfi til að breyta neðri hæð samkv. uppdrætti frá egg arkitektum ehf kt. 521009-1950, dags. 27.06.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1607010Vakta málsnúmer

Berghildur Pálmarsdóttir kt. 110186-2829 sækir um byggingarleyfi til að breyta útliti og setja valmaþak á þakplötu samkv. uppdráttum frá Brynjari Daníelssyni kt. 090467-5229 , dags. 20.04.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

5.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Yfirferð lýsingar frá Alta vegna nýs Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar.
Skipulags-og umhverfisnefnd lýsir ánægju með lýsinguna og gerir því ekki athugasemd við lýsinguna.

6.Fyrirspurn frá Teikninstofuni Eik ehf. vegna Berserkseyri um fjölgun sumarhúsa úr 5 í 15.

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Fyrispurn barst frá teiknistofuni Eik ehf. um hvort það væri hægt að fjölga sumarhúsum á jörðinni Berserkseyri, sjá nánar í fylgiskjali.
Skipulags-og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir að lögð verði fram deiliskipulagstillaga.

7.Umsókn um svæði undir nýtt hverfi.

Málsnúmer 1607004Vakta málsnúmer

Á fundi bjæarráðs Grundarfjarðarbæjar 30. sl., var lagt fram erindi Almennu Umhverfisþjónustunnar frá 20. júní sl., þar sem sótt er um svæði til byggingar húsaþyrpingar á svæði vestan við núverandi íbúðahúsabyggð, austan við hestahúsahverfi og sunnan við Grundargötu.
Skipulags-og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og biður skipulags-og byggingarfulltrúa að halda áfram með málið og afla nánari upplýsinga hjá umsækjanda.
Ólafur Tryggvason og Vignir Maríusson víku af fundi undir þessum dagskráarlið, Sævör Þorvarðardóttir tók sæti undir þessum dagskrárlið.

8.Umgengni umhverfis lóðir fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ.

Málsnúmer 1607006Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi umhirðu lóða í iðnaðarhverfum bæjarins.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við skipulags-og byggingarfulltrúa ásamt Grundarfjarðarbæ að senda bréf til fyrirtækja í Grundarfirði með hvatningu um að bæta umgengni á lóðum fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ.
Jafnframt verði sent erindi í bæjarblaðið Jökul með almennri hvatningu til bæjarbúa og fyrirtækja um bætta umgengni og snyrtimennsku.
Skipulags-og umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu því fyrirtæki og lóð, garði og húsi sem þykir skara fram úr bæði hvað varðar viðhald húss og umhirðu lóðar.

Fundi slitið - kl. 18:35.