146. fundur 13. ágúst 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Svæðisskipulag

Málsnúmer 1407007Vakta málsnúmer

Minnisblað frá svæðisskipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar.

2.Sólvellir 15 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Guðbrandur G. Garðarsson kt.270967-4859 sækir um fyrir hönd Narfeyrarstofu ehf kt.501207-1440 að flytja húsið Bjargarstein á lóðina og bæta við viðbyggingu. samkv. uppdrætti frá Tækniþjónustunni ehf kt.601200-2440. Erindi frestað á fundi 145. og óskað eftir grenndarkynningu. Grenndarkynningu lauk 23.júlí 2014 og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Sæból 13 - breytingar innanhúss

Málsnúmer 1408001Vakta málsnúmer

Ingi Hans Jónsson kt.240255-7749 sækir um breytingar innanhús, samkvæmt uppdráttum frá Orra Árnasyni kt.090864-5749, Zeppelin Arkitektar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið.

4.Fossahlíð 4 - klæðning og pallur

Málsnúmer 1408002Vakta málsnúmer

Jóhanna K. Berthelsen kt.230872-3099 sækir breytingu á klæðningu og sólpall við Fossahlíð 4.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið.

Fundi slitið - kl. 13:00.