156. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Sólvellir 15 - byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Olga Snædís Einarsdóttir kt.140260-7899 fyrir hönd Bolli ehf kt.570415-1230 sækir um að breyta núverandi og nýbyggingu við Sólvelli 15 í veitingarekstur/veitingastað samkvæmt uppdráttum frá TSO tækniþjónustu ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu vegna ófullnægjandi uppdrátta. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við hönnuð/eigendur um úrlausnir.

2.Nesvegur 4 - Loftkondens

Málsnúmer 1504002Vakta málsnúmer

Árni Halldórsson kt.220152-3089 fyrir hönd Fisk-Seafood ehf, kt.461289-1269 sækir um byggingarleyfi fyrir "loftkondens" samkvæmt uppdráttum frá Stoð ehf verkfræðistofa. Erindi var frestað á fundi 155. Umsagnir heilbr.-, vinnu- og eldvarnareftirlits liggja ekki fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Með fyrirvara um samþykki á aðaluppdráttum frá vinnueftirliti og brunaeftirliti.

3.Nesvegur 5 - Breytingar utanhúss

Málsnúmer 1504050Vakta málsnúmer

Gísli Ólafsson kt.280760-2399 fyrir hönd Kamski ehf. kt 581006-0550 sækir um byggingarleyfi fyrir útihurð í stað glugga og jafnframt er sótt um leyfi fyrir merkingum á hús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

4.Tjaldsvæði - grill- og sorptunnusvæði

Málsnúmer 1504051Vakta málsnúmer

Lögð eru fram tillaga til samþykktar af sorptunnuskýli og grillsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

5.Bætt umferðaröryggi á hafnarsvæði

Málsnúmer 1504052Vakta málsnúmer

Hafsteinn Garðarsson óskar eftir að heimilt verði að setja upp biðskyldumerki á Borgarbraut - Nesveg, þannig að umferð sem kemur niður Borgarbraut sé háð biðskyldu. Bréf með skissu fylgir með.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. (UÞS) situr hjá undir þessum lið.

6.Sólvellir 2 - Lóð

Málsnúmer 1503056Vakta málsnúmer

Á fundi 155 var óskað eftir drögum að lóðarblaði miðað við stækkun á lóð og eldri lóðarleigusamninga. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram drög miðað við lóðaleigusamninga og önnur gögn sem til eru.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eigendum Sólvalla 2 drög að nýrri lóð vegna stækkunar á húsnæði.

7.Fellabrekka 15-21 - hrun úr kanti

Málsnúmer 1504047Vakta málsnúmer

Lögð er fram lögregluskýrsla og áverkavottorð vegna hruns úr kantstein og fl. vegna ófrágengina lóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að eigendur gangi frá lóðunum sínum. Óskað er eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eigendum bréf og þeir geri grein fyrir hvernig þeir ætli að ganga frá lóðunum svo ekki skapist hætta í framtíðinni og innan hvaða tímafrest. Óskað er eftir þessum upplýsingum fyrir næsta fund sem er í byrjun júní.
Önnur mál:

1. Grundargata 20 - Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eigendum hússins að Grundargötu 20 bréf þess efnis að úrbætur verði gerðar á húsinu eftir bruna. Óskað er eftir upplýsingum fyrir næsta fund sem er í júní.

2. Skipulags- og umhverfisnef

Fundi slitið - kl. 18:30.