Árni Halldórsson kt.2201523089 fyrir hönd Fisk-Seafood ehf, kt.461289-1269 sækir um byggingarleyfi fyrir "loftkondens" samkvæmt uppdráttum dags. 30.3.2015 frá Kælismiðjunni Frost ehf, kt.4308012360.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir gögnum/greinagerð frá hönnuði að loftkondensinn uppfylli kröfur reglugerðar nr. 724/2008 Reglugerð um hávaða.
Friðrik Tryggvason kt.120860-4379 fyrir hönd Alm.umhverfisþj., kt.620198-2699 sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna Ártúns 1 samkv. uppdrætti frá Egg arkitektar.
(ÓT) og (VSM) víkja af fundi vegna tengsla og inn koma (HPH) og (BJ) á fundinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Erindið fellur undir 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því lagt til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
(HPH) og (BJ) Víkja af fundi og inn á fundinn koma (ÓT) og (VSM).
Guðmundur Runólfsson hf. kt.520175-0249 sækir um lóð norðan við Sólvelli 2 sem tengjast mun við byggingar að Sólvöllum 2. Með umsókninni fylgir þrívíddar teikning, ódagsett, sem sýnir stækkun.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun á lóð Sólvalla 2. Óskað er eftir drögum að lóðarblaði fyrir næsta fund miðað við stækkun húsnæðis og eldri lóðaleigusamninga.
Mikligarður ehf, kt.460373-0189 sækir um lóðirnar Grundargötu 33 og Hamrahlíð 6. Húsnæðið er ætlað fyrir verslun á lágvörumarkaði í matvöru.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka lóðirnar frá í þrjá mánuði og óskar eftir viðræðum um byggingaráform Miklagarðs á svæðinu áður en lóðunum verður úthlutað.
Lagt er fyrir lóðarblað vegna Sólvalla 13, dags:11.06.2011.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar lóðarblaðinu. Forsendan er gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð en þar kemur fram að í þéttbýli er lögð áhersla á að almenningur geti komist að og meðfram vötnum, ám og sjó. Lóðarblaðið sýnir lóðarmörk út í grjótgarð við sjó.
Önnur mál:
1. Skipulags- og umhverfisnefnd vill að skoðað verði hvort byggingarleyfi sé fyrir skorstein/reykröri utan á Hamrahlíð 1. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið.