183. fundur 30. október 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Hrund Pálína Hjartardóttir (HPH)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þórólfur Óskarsson (ÞÓ) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þórólfur Óskarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Nýtt deiliskipulag Sólvallareits

Málsnúmer 1710052Vakta málsnúmer

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur dags.25.10.2017 ásamt greinargerð frá ASK arkitektum dags.09.10.2017 unnin fyrir Guðmund Runólfsson hf. 350 Grundarfirði. Þar sem óskað er eftir samþykki Grundafjarðarbæjar á tillögunni og að hún fari í formlegt kynningar- og staðfestingarferli skv.1.mgr.41.gr. Skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagt deiliskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja formlegt kynnigar og staðfestingarfgerli smkv 1. mgr 41. gr. skipulagslaga.

2.Skíðasvæði, Mön og dren

Málsnúmer 1708008Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14.08.2017 um leyfi til að grafa skurð meðfram skíðabrekku skíðadeildar UMFG og útbúa mön meðfram skíðabrekkunni.
Umsókn var áður lögð fyrir fund umhverfis- og skipulagsnefdar nr.181, en var ekki afgreidd.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

3.Lenging Norðurgarðs í Grundafjarðarbæ

Málsnúmer 1710054Vakta málsnúmer

Tilkynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grundafjarðarhöfn.
Fylgigögn. Bréf til Umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt gögnum vegna framkvæmdar.

Skipulags- og Umhverfisnefnd samþykkir lengingu Norðurgarðs og felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

4.Skerðingsstaðir, erindi til kynningar

Málsnúmer 1710053Vakta málsnúmer

Zeppelin Arkitektar óska eftir að fá að kynna Deiliskipulagstillögu að 60 - 80 herbergja hótelbyggingu á svæðinu. Þeir óska eftir að vera með kynningu á verkefninu tímabili 8- 13.nóvember.

Skipulags- og bygginganefnd tekur vel í erindið og samþykkir að eiga fund með aðilum.

5.Ferðamál, bréf

Málsnúmer 1710056Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd barst fyrirspurn.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

Fundi slitið - kl. 18:30.