Grundargata 43, Umsókn um breytingu á gluggum og staðsetningu bílastæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að óska eftir útlitsteikningum á gluggum og láta fara fram grenndarkynningu hjá aðliggjandi húsum vegna bílastæða.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda erindi til umráðamanna efnistökusvæða í Grundarfjarðarbæ og óskar eftir fyrirætlun um notkun námanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hönnugil verði nýtt sem jarðvegslosunarstaður og að unnið verði eftir tillögum Inga Hans Jónssonar. Samþykkt með þremur atkvæðum. Með: ÓT, SÞ, VSM. Á móti: UÞS, JÓK
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að skoða lóðarmörk Grundargötu 24 og aðliggjandi lóða vegna misræmis á stærð lóðarinnar.